Viðreisn sleit viðræðunum um stjórnarmyndun!

Viðreisn sleit 5-flokka viðræðunum í gærkveldi.Þetta gerðist án þess að viðræður slitnuðu út af ákveðnu málefni.Benedikt,formaður Viðreisnar, tilkynnti Katrínu Jakobsdóttur,einfaldlega að hann hefði ekki trú á viðræðunum.Katrín segir,að hún hafi alltaf óttast þetta.Samkvæmt þessu hefur Viðreisn ekki verið með í viðræðunum af heilum hug,heldur verið að athuga málið.Það er alvarlegt mál.Stjórnarmyndun er alvörumál.

Fyrirfram var óttast,að erfiðast yrði að semja við Pirata.En það reyndist rangt.Þeir voru mjög samvinnuþýðir og gáfu eftir í mörgum málum.Algert samkomuag náðist um stjórnarskrána,sem var þeirra stærsta mál.Það var hins vegar  Viðreisn,sem reyndist erfiðust.Logi formaður Samfylkingarinnar sagði,að það hefði komið í ljós í viðræðunum,að Viðreisn væri hreinn hægri flokkur.Viðreisn var fyrirfram á móti öllum skattahækkunum þó peninga vantaði í heilbrigðiskerfð.Samt var aðeins verið að ræða um hátekjuskatt og hækkun fjármagnstekjuskatts en ekki hækkun skatta á meðaltekjur eða lágar tekjur.En ekkert var farið að reyna á skattamálin,þar eð ekki var farið að bera upp neinar tillögur.Ekkert var farið að ræða um landbúnaðarmálin heldur.VG hafði fært sig verulega nálægt Viðreisn í sjávarútvegsmálum.En alveg er ljóst,að ekki var fullreynt hvort samkomulag næðist en Viðreisn sleit viðræðunum áður en á það reyndi.Einhver annarleg sjónarmið hafa valdið því.Á hverju strandaði,Benedikt?

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Veriið að hrekja eldri borgara af vinnumarkaðnum!

 

 

 

Þegar Eygló Harðardóttir fráfarandi félagsmálaráðherra lagði fram á alþingi frumvarp um breytingar á almannatryggingalögum sagði hún, að ríkisstjórnin vildi stuðla að því að eldri borgarar gætu verið sem lengst á vinnumarkaðnum. Frítekjumark vegna atvinnutekna er í dag 109 þúsund krónur á mánuði.Í upphaf gerði frumvarpip ráð fyrir,að það frítekjumark yrði alveg fellt niður.En vegna mikillar óánægju með það var því breytt þannig, að frítekjumark vegna atvinnutekna verði 25 þúsund kr á mánuði.Með öðrum orðum:Þegar ríkistjórnin sagðist ætla að greiða fyrir því að eldri borgarar gætu verið á vinnumarkaðnum lagði hún fram frumvarp um að lækka frítekjumark vegna atvinnutekna úr 109 þúsund í 25 þúsund á mánuði.Þetta þýðir einfaldlega það, að það er verið að hrekja þá eldri borgara sem vilja vinna, af vinnumarkaðnum.

Frumvarp ríkisstjórnarinnar,sem nú hefur verið lögfest var allt hið einkennilegasta eftir margra ára starf.Upphaflega gerði það ráð fyrir,að lífeyrir þeirra,sem aðeins hefðu líferi frá almannatryggingum yrði óbreyttur.Þegar Eygló var minnt á þetta á alþingi sagði Eygló einfldlega: Það eru svo fáir sem eingöngu hafa lífeyri frá TR.Og þá taldi hún það allt ílagi´ En eftir mikil mótmæli eldri borgara lét ríkisstjórnin undan og ákvað að hækka  lífeyrinn um hungurlús: Hann var hækkaður um 10 þúsund krónur á mánuði hjá giftum frá áramótum eftir skatt! En á sama tíma og þó nokkru fyrr voru laun þingmanna hækkuð  1100 þúsund á mánuði og geta farið í 2 milljónir með öllum aukasporslum.Þetta er Ísland í dag Misréttið í hnotskurn.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 24. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband