Veriið að hrekja eldri borgara af vinnumarkaðnum!

 

 

 

Þegar Eygló Harðardóttir fráfarandi félagsmálaráðherra lagði fram á alþingi frumvarp um breytingar á almannatryggingalögum sagði hún, að ríkisstjórnin vildi stuðla að því að eldri borgarar gætu verið sem lengst á vinnumarkaðnum. Frítekjumark vegna atvinnutekna er í dag 109 þúsund krónur á mánuði.Í upphaf gerði frumvarpip ráð fyrir,að það frítekjumark yrði alveg fellt niður.En vegna mikillar óánægju með það var því breytt þannig, að frítekjumark vegna atvinnutekna verði 25 þúsund kr á mánuði.Með öðrum orðum:Þegar ríkistjórnin sagðist ætla að greiða fyrir því að eldri borgarar gætu verið á vinnumarkaðnum lagði hún fram frumvarp um að lækka frítekjumark vegna atvinnutekna úr 109 þúsund í 25 þúsund á mánuði.Þetta þýðir einfaldlega það, að það er verið að hrekja þá eldri borgara sem vilja vinna, af vinnumarkaðnum.

Frumvarp ríkisstjórnarinnar,sem nú hefur verið lögfest var allt hið einkennilegasta eftir margra ára starf.Upphaflega gerði það ráð fyrir,að lífeyrir þeirra,sem aðeins hefðu líferi frá almannatryggingum yrði óbreyttur.Þegar Eygló var minnt á þetta á alþingi sagði Eygló einfldlega: Það eru svo fáir sem eingöngu hafa lífeyri frá TR.Og þá taldi hún það allt ílagi´ En eftir mikil mótmæli eldri borgara lét ríkisstjórnin undan og ákvað að hækka  lífeyrinn um hungurlús: Hann var hækkaður um 10 þúsund krónur á mánuði hjá giftum frá áramótum eftir skatt! En á sama tíma og þó nokkru fyrr voru laun þingmanna hækkuð  1100 þúsund á mánuði og geta farið í 2 milljónir með öllum aukasporslum.Þetta er Ísland í dag Misréttið í hnotskurn.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband