Strandaði á VG núna?

Því miður slitnaði upp úr viðræðum um myndun 5 flokka stjórnar í dag.Fjölmiðlar gefa til kynna að í þetta skiptið hafi ekki strandað á Viðreisn heldur á VG.Viðreisn segir,að VG hafi viljað setja tugi milljarða í endurreisn heilbrigðis-og menntakerfis  og hækka skatta í því skyni? Einhver ágreiningur á einnig að hafa verið í sjávarútvegs-og landbúnaðarmálum.

Það er mikil synd,að flokkarnir 5 skuli hafa látið viðræðurnar stranda nú,þegar unnið hafði verið mjög gott starf undir forustu Birgittu Jónsdóttur og langt var komið að leysa öll mál.Ég tel,að ef nægur vilji hefði verið fyrir hendi  hefði verið unnt að  ná  fullnaðarsamkomulagi.Til dæmis hefði mátt leysa fjármögnun endurreisnar heilbrigðis-og menntakerfis með því að skipta henni á 2-3 ár.Það hefði  verið nóg að setja í stjórnarsáttmála að stórefla ætti heilbrigðiskerfið og menntakerfið en ekki hefði þurft að hafa í samkomulaginu smáatriði um fjáröflun.En auk þess mátti ná inn miklum fjérmunum með því að setja aflaheimildir á uppboðsmarkað og fiskinn á markað.Aukin gjaldtaka af ferðamönnum hefði einnig verið sjálfsögð.

Mín skoðun á þessu máli er skír.Það vantaði viljann hjá a.m.k. einum flokki til þess að ná þessu samkomulagi um 5 flokka stjórn. Það var búið að ná samkomulagi um stjórnarskrána og útfærslu á þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB og um alls ca 90% þeirra atriða  sem semja þurfti um. -Nú stefnir í hægri stjórn og þá verður ekkert  gert að ráði  varðandi stjórnarskrána,engin atkvæðagreiðsla um ESB og engar breytingar gerðar í sjávarútvegs-eða landbúnaðarmálum.Til hvers var þá kosið.5- flokkarnir glutruðu niður  sögulegu tækifæri til að mynda umbótastjórn.

Björgvin Guðmundsson

 

 

r  

 

 


Öryrkjar vilja 390 þúsund á mánuði

 

Öryrkjabandalagið efndi til samstöðufundar við alþingishúsið 7.desember  þar.  voru   afhentar óskir öryrkja í kjaramálum og öðrum málum.Helsu óskir öryrkja í kjaramálum eru þessar;

Ég óska þess að óskertur örorkulífeyrir almannatrygginga verði að lágmarki 390 þús. kr. á mánuði frá 1. janúar 2017, þannig að ég eigi möguleika á að lifa mannsæmandi lífi.

Ég óska þess að tekjur undir 310 þús. kr. á  mánuði verði ekki skattlagðar, þannig að ég geti mögulega átt fyrir helstu nauðsynjum.

Ég óska þess að „krónu á móti krónu“ skerðing verði afnumin þannig að ég njóti ávinnings af öðrum tekjum.

Þetta eru róttækar kröfur en aðalkrafan um lágmarkslífeyri er í samræmii við þær kröfur sem ég hef sett fram fyrir hönd aldraðra.Ég hef rætt um 400 þúsund á mánuði fyrir skatt,sem þýðir 32o þúsund kr á mánuði eftir skatt.

 Þetta algert lágmark fyrir aldraða,400 þúsund fyrir skatt og 320 þúsund eftir skatt.Öryrkjar telja,að örorkulífeyrir  eigi að vera  390 þúsund kr á mánuði fyrir skatt.Öryrkjar  vilja einnig,að tekjur undur 310 þúund á mánuði verði ekki skattlagðar.Ég tek undir það.-Meðal þingmanna,sem tók við óskum öryrkja um kjarabætur var forsætisráðherra.

Björgvin Guðmundsson

  •  

 


Bloggfærslur 12. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband