Öryrkjar vilja 390 þúsund á mánuði

 

Öryrkjabandalagið efndi til samstöðufundar við alþingishúsið 7.desember  þar.  voru   afhentar óskir öryrkja í kjaramálum og öðrum málum.Helsu óskir öryrkja í kjaramálum eru þessar;

Ég óska þess að óskertur örorkulífeyrir almannatrygginga verði að lágmarki 390 þús. kr. á mánuði frá 1. janúar 2017, þannig að ég eigi möguleika á að lifa mannsæmandi lífi.

Ég óska þess að tekjur undir 310 þús. kr. á  mánuði verði ekki skattlagðar, þannig að ég geti mögulega átt fyrir helstu nauðsynjum.

Ég óska þess að „krónu á móti krónu“ skerðing verði afnumin þannig að ég njóti ávinnings af öðrum tekjum.

Þetta eru róttækar kröfur en aðalkrafan um lágmarkslífeyri er í samræmii við þær kröfur sem ég hef sett fram fyrir hönd aldraðra.Ég hef rætt um 400 þúsund á mánuði fyrir skatt,sem þýðir 32o þúsund kr á mánuði eftir skatt.

 Þetta algert lágmark fyrir aldraða,400 þúsund fyrir skatt og 320 þúsund eftir skatt.Öryrkjar telja,að örorkulífeyrir  eigi að vera  390 þúsund kr á mánuði fyrir skatt.Öryrkjar  vilja einnig,að tekjur undur 310 þúund á mánuði verði ekki skattlagðar.Ég tek undir það.-Meðal þingmanna,sem tók við óskum öryrkja um kjarabætur var forsætisráðherra.

Björgvin Guðmundsson

  •  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég tek alveg heils hugar undir þetta og það ætti að fara að vinna að þessu sama hverjir eru í stjórn og aldraðir og öryrkjar ættu að sameinast og vinna vel saman að þessu máli.  Því sameiginleg vinna skilar meiru en ef hver samtök séu að vinna í sínu horni.

Jóhann Elíasson, 12.12.2016 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband