Vill Viðreisn í alvöru 5-flokka stjórn?

Það ræðst í dag eða á morgun hvort samkomulag næst um 5-flokka umbótastjórn.Viðreisn hefur oddaaðstöðu í því máli.Allir hinir flokkarnir hafa félagshyggju að einhverju leyti á stefnuskrá sinni.Þeir eiga því auðvelt með að koma sér saman.Viðreisn er hins vegar hægri sinnaður flokkur,sem sagði í kosningabaráttunni að vildi koma á umbótum í sjávarútvegs-og landbúnaðarmálum.Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur þessum umbótum og Framsókn enn meira á móti þeim.Viðreisn fær því engar umbætur í sjávarútvegs-og landbúnaðarmálum í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn og enn síður í samvinnu við Framsókn.Ef Viðreisn er trú framangreindum stefnumálum sínum semur hún um 5-flokka stjórn.En ef Viðreisn metur meira að hjálpa Sjálfstæðisflokknum að halda völdum sprengir hún 5-flokka viðræðurnar á ný.Eitt helsta stefnumál Viðreisnar hefur verið að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna að ESB.Unnt er að ná samkomulagi um það innan 5-flokksins en bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eru andvíg slíkri atkvæðagreiðslu.Það er orðið  trúaratriði hjá þessum flokkum að berjast gegn slíkri atkvæðagreiðslu.Það er því alveg ljóst,að Viðreisn kemst miklu lengra með stefnumál sín innan 5-flokksins en i hægri stjórn.Ef Viðreisn er alvara semur hún um 5-flokka stjórn.Ef ekki hleypur hún í faðm Sjálfstæðisflokksins.

Eitt mál er ónefnt.Það eru skattamálin.Þar er einna erfiðast að ná samkmulagi innan 5-flokksins.En kjarni málsins er þessi: Allir 5 flokkarnir lýstu því yfir fyrir kosningar að þeir vildu endurreisa heilbrigðis-og menntakerfið og bæta kjör aldraðra og öryrkja.Þetta kostar peninga.Þetta verður ekki gert nema með aukinni fjáröflun fyrir ríkissjóð.Flokkarnir 5 vilja taka hærra gjald en áður af útgerðinni fyrir afnot sjávarauðlindarinnar.En það dugar ekki fyrir framangreindri endurreisn.Það þarf einnig að hækka skatta.Samfylkingin og VG vilja hækka skatta á þeim sem hafa háar tekjur( t.d. yfr 2,5 millj á mánuði) en ekki hækka skatta á lágtekjum eða millitekjum.Ekki er vilji fyrir að taka uppp auðlegðarskatt á ný.Ef samkomulag næst um skattamálin er kominn samningur um stjórn.Umbótastjórn eins og hér er rætt um getur ekki farið af stað án þess að endurreisa heilbrigðiskerfið og einnig þarf að setja aukna fjármuni í menntakerfið og velferðarkerfið.Það verður því ekki komist hjá einhverjum skattahækkunum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband