Kjör aldraðra og öryrkja: Alþingi getur kippt í taumana!

 

 

 

Eins og ég hef  verið að skrifa um undanfarið er lítið gagn í þeirri hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja, sem á að koma til framkvæmda um áramótin. Upphæðin, sem taka á gildi 1.janúar 2017, er  orðin úrelt áður en hún kemur til framkvæmda.            Eftir        skatta verða upphæðirnar aðeins þessar: 195 þúsund kr á mánuði eftir skatt hjá  þeim,sem búa með öðrum, 227 þúsund á mánuði eftir skatt hjá einhleypum.Þessar upphæðir eru alltof lágar og engin leið að framfæra sig af svo lágum upphæðum. Þessi litla hækkun mundi þýða sama ástand og áður, þ.e. að aldraðir og öryrkjar ættu erfitt með að fara til læknis og gætu ekki leyst út lyf sín.Slíkt ástand er brot á stjórnarskránni.Í góðæri og uppsveiflu er ekki forsvaranlegt að bjóða öldruðum og öryrkjum, sem ekki hafa lífeyrissjóð, svo lág kjör.

Nú er alþingi komið saman og starfar án þess að nokkur meirihluti hafi myndast.Ég  tel,að alþingi eigi að taka í taumana og leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja þannig,að unnt  verði  að lifa sómasamlega  af honum.En hvað þarf mikið? Hvað er hæfilegur lífeyrir! Ég tel, að hæfilegur lífeyrr í dag sé samhljóða neyslukönnun Hagstofunnar fyrir einhleypa. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar er  meðaltalsneysla einhleypinga í landinu 321 þús kr á mánuði.Það er án skatta.Þetta samsvarar 400 þúsund  kr    fyrir skatt.Ég tel það vera lágmark til framfærslu í dag.

Eldri borgarar kvarta undan því, að það sé verið að flæma þá af vinnumarkaðnum með lækkun frítekjumarkas vegna atvinnutekna ( Úr 109 þús á mánuði i 25 þús á mánuði).Félag eldri borgara í Rvk vill,að allar skerðingar verði afnumdar enda eigi eldri borgarar lífeyrinn í lífeyrissjóðunum og því eigi greiðslur úr lífeyrissjóði ekki að skerða lífeyri þeirra frá  almannatryggingingum.Ég er sammála því. Alþingi  getur tekið i taumanan og leiðrétt kjör aldraðra.Stjórnvöld hafa ekki getað það.Viljann hefur vantað.En nú vill svo vel til, að þingmenn eru alveg frjálsir og geta fylgt sannfæringu sinni.Það er enginn stjórnarmeirihluti tl þess að segja þeim fyrir verkum.Ef þingmenn líta á þann lífeyri,sem öldruðum og öryrkjum er ætlað að lifa af munu þeir sjá,að sá lífeyrr er alltif lágur og það þarf að leiðrétta hann myndarlega.Vonandi stendur alþingi undir þessari  ábyrgð.

Björgvin Guðmundsson

pistlahöfundur

www.gudmundsson.net


Bloggfærslur 9. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband