Kjör aldraðra og öryrkja: Alþingi getur kippt í taumana!

 

 

 

Eins og ég hef  verið að skrifa um undanfarið er lítið gagn í þeirri hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja, sem á að koma til framkvæmda um áramótin. Upphæðin, sem taka á gildi 1.janúar 2017, er  orðin úrelt áður en hún kemur til framkvæmda.            Eftir        skatta verða upphæðirnar aðeins þessar: 195 þúsund kr á mánuði eftir skatt hjá  þeim,sem búa með öðrum, 227 þúsund á mánuði eftir skatt hjá einhleypum.Þessar upphæðir eru alltof lágar og engin leið að framfæra sig af svo lágum upphæðum. Þessi litla hækkun mundi þýða sama ástand og áður, þ.e. að aldraðir og öryrkjar ættu erfitt með að fara til læknis og gætu ekki leyst út lyf sín.Slíkt ástand er brot á stjórnarskránni.Í góðæri og uppsveiflu er ekki forsvaranlegt að bjóða öldruðum og öryrkjum, sem ekki hafa lífeyrissjóð, svo lág kjör.

Nú er alþingi komið saman og starfar án þess að nokkur meirihluti hafi myndast.Ég  tel,að alþingi eigi að taka í taumana og leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja þannig,að unnt  verði  að lifa sómasamlega  af honum.En hvað þarf mikið? Hvað er hæfilegur lífeyrir! Ég tel, að hæfilegur lífeyrr í dag sé samhljóða neyslukönnun Hagstofunnar fyrir einhleypa. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar er  meðaltalsneysla einhleypinga í landinu 321 þús kr á mánuði.Það er án skatta.Þetta samsvarar 400 þúsund  kr    fyrir skatt.Ég tel það vera lágmark til framfærslu í dag.

Eldri borgarar kvarta undan því, að það sé verið að flæma þá af vinnumarkaðnum með lækkun frítekjumarkas vegna atvinnutekna ( Úr 109 þús á mánuði i 25 þús á mánuði).Félag eldri borgara í Rvk vill,að allar skerðingar verði afnumdar enda eigi eldri borgarar lífeyrinn í lífeyrissjóðunum og því eigi greiðslur úr lífeyrissjóði ekki að skerða lífeyri þeirra frá  almannatryggingingum.Ég er sammála því. Alþingi  getur tekið i taumanan og leiðrétt kjör aldraðra.Stjórnvöld hafa ekki getað það.Viljann hefur vantað.En nú vill svo vel til, að þingmenn eru alveg frjálsir og geta fylgt sannfæringu sinni.Það er enginn stjórnarmeirihluti tl þess að segja þeim fyrir verkum.Ef þingmenn líta á þann lífeyri,sem öldruðum og öryrkjum er ætlað að lifa af munu þeir sjá,að sá lífeyrr er alltif lágur og það þarf að leiðrétta hann myndarlega.Vonandi stendur alþingi undir þessari  ábyrgð.

Björgvin Guðmundsson

pistlahöfundur

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst Björgvin skrifa fyrst og fremst sem talsmaður eldri borgara og gagnrýnir eðlilega þróun lífeyris aldraðra, en hann gerir engan greinarmun á því hvort þeir tilheyri lífeyrissjóði opinberra starsmanna eða lífeyrissjóði á almenna vinnumarkaðnum, en þar er mikill munur á réttindum til lífeyris.

Sem innskot þá var Björgvin opinber starfsmaður þegar hann lét af störfum á sínum tíma og nýtur því kjara opinberra starfsmanna varðandi lífeyrisgreiðslur, sem veita honum betri lífeyri en á almenna markaðnum, þar lífeyrir hans eins og annarra opinberra starfsmanna eru tengd launum eftirmanns hans og halda þeirri viðmiðun hvað sem á gengur efnahagslega,en það er annað en gildir varðandi lífeyrissjóði á almenna vinnumarkaðnum.

Þá finnst mér þessi frasi hans um að bæta þurfi kjör aldraðra og öryrkja ekki vera í samræmi við það að berjast fyrir bættum kjörum aldaðra, því aldraðir og öryrkjar eiga ekki samleið í baráttunni.

Sem dæmi vildi ég nefna það að í endurskoðun laga um almannatryggingar klauf Öryrkjabandalagið sig út úr samstarfinu en Landssamband eldri borgara stóð að meiri hluta áliti.  Hver er skoðun Björgvins á því með tillti til yfirlýsingar hans?

Til viðbótar vildi ég nefna það að gagnrýnt var af Öryrkjabandalaginu að bætur frá TR til öryrkja lækkuðu þegar þeir yrðu 67 ára þar sem þeir flyttust þá yfir á ellilífeyri sem værilægri en bæturnar sem þeir höfðu haft.  Björgvin hver er skoðun þín og þeirra sem þú vinnur fyrir á þessu eða nánar tiltekið hvort er það samfélag eldri borgara sem þú vinnur fyrir eða Öryrkjabandalagið?

Að lokum vildi ég nefna það að öryrkjar eru á öllum aldri og þeir sem verða öryrkjar um þrítugt fá örorkubætur frá Tryggingastofnun og til viðbótar örokulífeyri úr lífeyrissjóði, en veit ekki hvort þú telur hann með heldur lítir aðeins til greiðslna frá Tryggingastofnun.

Vona að Björgvin og þeir sem hann vinnur fyrir svari þessu hugleiðingum mínum og er tilbúinn að gera frekari grein fyrir skoðunum mínum ef þeir vilja.

Jón H.Magnússon

Jón Halldór Magnússon (IP-tala skráð) 10.12.2016 kl. 19:21

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll!

Ég er fyrst og fremst að berjast fyrir bættum kjörum þeirra,sem eru eingöngu með lífeyri frá almannatryggingum en ekki með lífeyrissjóð.Það sér hver maður, að það er engin leið að lifa af þeirri hungurlús, sem þetta lífeyrisfólk fær, um 200 þúsund  á mánuði eftir skatt.Kjör aldraðra og öryrkja í þessum hóp eru svipuð. Þess vegna hef ég barist fyrir báða þessa hópa.Lífeyrissjóðir skipta þessa hópa engu máli,þar eð þeir hafa ekki aðgang að þeim. En varðandi þá,sem eru í lífeyrissjóðm hef ég barist fyrir því að skerðingar tryggingalífeyris vegna þeirra yrðu afnumdar,þar eð það það var  ekki meiningin þegar lífeyrissjóðir voru stofnaðir, að þeir mundu valda skerðingum.Þeir áttu að vera viðbót við almannatryggingar.Það hefur verið svikið. Mismunur lífeyris milli lífeyrissjóða hins opinbera og lifeyrissjóða á almennum markaði er annað mál. Ég er sammála því að þessi lifeyrisréttindi verði jöfnuð

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 11.12.2016 kl. 09:48

3 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Varðandi sfstöðu Öbi til nýrra laga: Öryrkjar voru ekki tilbúnir að samþykkja nýtt starfsgetumat.Ég skil það vel.Þetta er bylting.Af þessum sökum gátu þeir ekki samþykkt nýju lögin,MBK BG.

Björgvin Guðmundsson, 11.12.2016 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband