Þurfa minnst 300.000 krónur á mánuði

  1. "Einstaklingur,sem á bíl og húsnæði þarf minnst 300.000 kr í mánaðarlaun,þótt öryrki eða gamall sé",segir kona,sem hefur áhuga á mínum skrifum um málefni aldraðra og bregst oft við þeim. Það kemur heim og saman við kröfu eldri borgara um 300 þúsund á mánuði í lífeyri og þetta kemur einng heim og saman við neyslukönnun Hagstofunnar.Ef rikisstjórnin leiðréttir lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans og vegna  kjaragliðnunar síðasta árs fer lifeyrir í 320 þúsund á mánuði.Það er lágmark.

Vissulega er eðlilegt,að eldri borgarar og öryrkjar eigi bíl eins og aðrir borgarar.Það teljast sjálfsögð lífsþægindi í dag og enginn luxus.En jafnvel þó eldri borgari eigi ekki bíl veitir honum ekki af 300 þúsund krónum á mánuði til þess að geta haft sómasamlegt húsnæði og lifað með reisn.

 

Björgvin Guðmundsson 


Bloggfærslur 30. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband