Ætlar Sigurður Ingi að ráða bót á skorti aldraðra og öryrkja?

Sigurður Ingi Jóhannssn forsætisráðherra flutti ræðu á Austurvelli 17.júní eins og venja hefur verið, að forsætisráðherrar gerðu.Það vakti athygli mína, að forsætisráðherra sagði, að allir yrðu að taka höndum saman og tryggja,að  enginn liði skort hér á landi. Eru þetta innantóm orð eða meinar forsætisráðherra eitthvað með þessum orðum?  Ég spyr vegna þess, að  þetta mál heyrir undir hann sjálfan fyrst og fremst.Hann er æðsti embættismaður ríkisins og það er ríkið, sem skammtar öldruðum og öryrkjum svo nauman lífeyri, að þeir geta ekki lifað af honum.Með öðrum orðum: Þeir eru í hópi þeirra sem líða skort ( þeir, sem aðeins hafa tekjur frá  almannatryggingum).Það er hlutverk æðstu stjórnenda landsins að fylgjast með því hvernig þegnarnir hafa það. Og það hefur ítrekað komið fram í fréttum frá Félagi eldri borgara í Reykjavík  og frá kjaranefnd félagsins, að hópur eldri borgara á ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins og mörg dæmi eru um, að eldri borgarar geti ekki leyst út lyfin sín.Ræða Sigurðar Inga á því við þetta fólk.Ég vil þvi vænta þess, að hann gangi nú strax í það, að leiðrétta kjör þeirra aldraðra og öryrkja, sem verst eru staddir.Geri hann það ekki voru þetta innantóm orð,sem hann lét falla í ræðu sinni á Austurvelli.

Síðan þurfa stjórnvöld að sjálfsögðu að huga að öðrum hópum, sem líða skort hér á landi. Þar gæti samstarf við sveitarfélögin verið eðlilegt, þar eð framfærsluskylda hvílir á sveitarfélögunum og sveitarfélögin skammta einnig mjög naumt til þeirra, sem ekki geta framfleytt sér.Það er ekki nóg að láta falleg orð heyrast á hátíðisdögum.Það þarf að gera eitthvað í málinu.Og það þarf að gera eitthvað strax til þess að binda endi á fátækt og skort.Ísland hefur næga fjármuni til þess að takast á við þetta verkefni nú þegar.

Björgvin Guðmundsson


Allir fengu miklar hækkanir 2015 nema aldraðir!

 

Á árinu 2015 urðu meiri launahækkanir en átt höfðu sér stað um langt skeið. Lágmarkslaun verkafólks og verslunarmanna hækkuðu um 14,5% frá  1.mai það ár.Byrjunarlaun fiskvinnslufólks hækkuðu um 30%.Nýlæknar fengu 25% hækkun og aðrir læknar allt að 40% hækkun,framhaldsskólakennarar fengu  44% hækkun,grunnskólakennarar fengu 33% hækkun og auk þess hækkun vegna afsals kennsluafsláttar og hjúkrunarkonur fengu 23,9% hækkun.

Af þessum tölum má glöggt sjá, að aldraðir fengu miklu minni hækkun, þar eð þeir hækkuðu aðeins um 3% á árinu 2015. Ég tel,að þetta hafi verið brot á lögum  en samkvæmt  þeim á lífeyrir að hækka í samræmi við launaþróun og aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs hækkar.Hvert mannsbarn sér, að launaþróun 2015 fól í sér miklu meiri hækkun en aldraðir fengu.

Setja verður í lög skýr ákvæði um það við hvað á að miða,þegar breyting á lífeyri er ákveðin.Launaþróun er alltof loðið hugtak. En mestu máli skiptir einnig, að lífeyrir sé ákveðinn það hár, að hann dugi fyrir framfærslu og sómasamlegum lífskjörum aldraðra. Svo er ekki í dag.Margir eldri borgarar og öryrkjar geta ekki leyst út lyfin sín.Við verðum að breyta þessu.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Bloggfærslur 17. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband