Allir fengu miklar hækkanir 2015 nema aldraðir!

 

Á árinu 2015 urðu meiri launahækkanir en átt höfðu sér stað um langt skeið. Lágmarkslaun verkafólks og verslunarmanna hækkuðu um 14,5% frá  1.mai það ár.Byrjunarlaun fiskvinnslufólks hækkuðu um 30%.Nýlæknar fengu 25% hækkun og aðrir læknar allt að 40% hækkun,framhaldsskólakennarar fengu  44% hækkun,grunnskólakennarar fengu 33% hækkun og auk þess hækkun vegna afsals kennsluafsláttar og hjúkrunarkonur fengu 23,9% hækkun.

Af þessum tölum má glöggt sjá, að aldraðir fengu miklu minni hækkun, þar eð þeir hækkuðu aðeins um 3% á árinu 2015. Ég tel,að þetta hafi verið brot á lögum  en samkvæmt  þeim á lífeyrir að hækka í samræmi við launaþróun og aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs hækkar.Hvert mannsbarn sér, að launaþróun 2015 fól í sér miklu meiri hækkun en aldraðir fengu.

Setja verður í lög skýr ákvæði um það við hvað á að miða,þegar breyting á lífeyri er ákveðin.Launaþróun er alltof loðið hugtak. En mestu máli skiptir einnig, að lífeyrir sé ákveðinn það hár, að hann dugi fyrir framfærslu og sómasamlegum lífskjörum aldraðra. Svo er ekki í dag.Margir eldri borgarar og öryrkjar geta ekki leyst út lyfin sín.Við verðum að breyta þessu.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Björgvin- þessir menn munu loka eyrunum fyrir öllum kröfum frá eldriborgurum og öryrkjum.

 Það verður að hefja almenna lögsókn um  laun sem fólk getur lifað á til Alþjóðadómstóla- strax því annars fer fólk að missa íbúðir sínar eða fara úr landi eitt og gamalt.

Erla Magna Alexandersdóttir, 17.6.2016 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband