Stjórnvöld áhugalaus um mannréttindamál!

 

Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur nokkrum sinnum á undanförnum árum rætt um mannréttindamál  og  hvort væri verið að brjóta mannréttindi á eldri borgurum.Meðal annars ræddum við í kjaranefndinni mannréttindaákvæði Evrópusambandsins.Við fengum Margréti Steinarsdóttur framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands oftar en einu sinni á fund okkar til .þess að ræða mannréttindamálin.

Þessar umræður leiddu í ljós,að  Íslendingar standa langt að baki öðrum vestrænum þjóðum í mannréttindamálum.Evrópusambandið hefur sett í lög og reglur mjög metnaðarfull ákvæði um mannréttindamál.ESB er mörgum skrefum á undan Íslandi í mannréttindamálum enda komið í ljós,að mannréttindamál eru miklum ólestri á Íslandi.Og það sem verra er: Svo virðist sem stjórnvöld hafi engan áhuga á umbótum í mannréttindamálum.

Það er almennt talinn stór þáttur til réttlætingar lögbundnum starfslokaaldri að viðkomandi séu tryggð eftirlaun sem duga til framfærslu.  Þetta kom fram í fyrirlestri sem Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands hélt í  Félagi eldri borgara í Reykajvík.. Hún segir að Íslendingar eigi aðild að alþjóðasamningi um efnahagsleg-, félagsleg- og menningarleg réttindi, en þar skuldbindi ríki sig til þess að gæta sérstaklega að viðkvæmum hópum og tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi. . Með samningnum er bókun,sem við höfum að vísu ekki fullgilt hér, en hún gerir borgurum aðildarríkja kleift að kæra meint brot á samningnum til nefndar sem starfar á grundvelli hans.-Stór hluti aldraðra getur ekki lifað mannsæmandi lífi í dag.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér fær enginn eftirlaun nema Elítan og það er ekkert að fara að breytast. Það er vegna þess að ef einhver kemst á þing er hann sjálfkrafa orðinn hluti af Elítunni. Ég hef horft uppá eldri konu í apóteki, grátandi fyrir framan afgreiðslukonuna og segja. Hvot á ég að eiða síðustu krónunum í lyf eða mat? Það er ömurlegt að horfa uppá þetta. Allt í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og því miður eru hinir ekkert betri. Jafvel Pírötum er alveg sama um þetta. Góðar stundir.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.6.2016 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband