Öryrkjar andvígir tillögum um endurskoðun almannatrygginga!Lífeyrir á að vera óbreyttur

 

 

 

Ef litið er á tillögur nefndar um endurskoðun almannatrygginga í heild kemur eftirfarandi í ljós:

Tillögurnar gera ráð fyrir, að  breytt verði algerlega um aðferð við mat á örorku. Í stað læknisfræðilegs mats á örorku komi  starfsgetumat.Þeir,sem eru með 50% örorku eða minna,  haldi fullum lífeyri þrátt fyrir atvinnutekjur. Þeir,sem eru 75% öryrkjar eða meira, sæta skerðingu lífeyris vegna atvinnutekna, sem nemi 45%.

Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði óbreyttur eða 212 þúsund krónur fyrir skatt án heimilisuppbótar. En með heimilisuppbót verður lífeyrir 246 þúsund á mánuði hjá einhleypum fyrir skatt eins og er í dag.

Öryrkjabandlagið leggst gegn tillögu nefndarinnar um starfsgetumat. Bandalagið hefur lagt fram sínar eigin tillögur um  örorkumat. Bandalagið gagnrýnir harðlega að mismuna eigi  öryrkjum eftir því hvort þeir séu með 50% örorku eða meira.Bandalagið gagnrýnir það harðlega,að 75% öryrkjar og meira eigi að sæta 45% skerðingu fari þeir út á vinnumarkaðinn.Bandalagið telur þetta alltof mikla skerðingu.

Ég tek undir gagnrýni Öryrkjabandalagsins. Og raunar gagnrýni ég það harðlega að fella eigi niður öll frítekjumörk og taka upp 45% skerðingarhlutfall.Með þvi, að í gildi er í dag 109 þúsund  króna frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna eykst skerðing hjá öldruðum,sem fara út á vinnumarkaðinn og vinna sér inn  100-190 þúsund króna atvinnutekjur á mánuði.Og sama gildir um 75% öryrkja.Skerðing atvinnutekna hjá þeim eykst. Tillögur nefndarinnar um að draga úr skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrssjóði ganga of skammt. Eðlilegast er að afnema skerðingu lífeyris vegna lífeyrissjóða með öllu. Lífeyrir,sem eldri borgarar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum eiga að  gagnast þeim að fullu, þegar þeir fara á eftirlaun.Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir þvi.Við það á að standa.

Tillögur um sveigjanleg starfslok eru til bóta. Heilsufar landsmanna fer batnandi. Og eldri borgarar geta þar af leiðandi unnið lengur en áður. En ekkert gagn er í því ef ríkið hirðir allt af þeim með skerðingum og sköttum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband