Mörg þúsund eldri borgarar missa lífeyri sinn!

Þegar núverandi ríkisstjórn komst til valda 2013 ákvað hún að leiðrétta tvö atriði af kjaraskerðingu aldraðra frá árinu 2009 (voru 6).Hún ákvað að hætta að skerða grunnlífeyri og hækka frítekjumark vegna atvinnutekna á ný í 109 þúsund krónur á mánuði.Það hafði verið baráttumál samtaka eldri borgara að skerðingu grunnlífeyris yrði hætt og Landssamtök lífeyrissjóða voru einnig algerlega andvíg þessari skerðingu.En Adam var ekki lengi í paradís.Nú hefur ríkistjórnin ákveðið að byrja að skerða grunnlífeyri aftur frá næstu áramótum skv drögum að nýju frumvarpi um almannatryggingar.Við það munu mörg þúsund eldri borgarar missa lífeyri sinn frá TR og ekki fá neinn lífeyri frá almanna tryggingum.Það gengur ekki. Grunnlífeyrir á að vera heilagur eins og lengst af hefur verið hér.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 1. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband