Peningum ausið í alla aðra en aldraða og öryrkja!

Á árinu 2015 varð meðaltalslaunahækkun 14% en margar stéttir fengu miklu meiri launahækkanir.Læknar sömdu um allt að 40% hækkun,nýlæknar fengu 25% hækkun,framhaldsskólakennarar 44%,hjúkrunarfræðingar 23,9,lágmarkslaun verkafólks 14,5%,byrjunarlaun í fiskvinnslu 30% og þannig má áfram telja.En lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 3%,þegar launaþróun var sú,sem hér hefur verið lýst.Það var lögbrot.Ég hef margoft lýst því hvernig margar aðrar stéttir fengu afturvirkar launahækkanir í lok árs 2015,þar á meðal ráðherrar en aldraðir og öryrkjar voru skildir eftir.

Og nú kemur ný holskefla mikilla launahækkana,þegar forstöðumenn ýmissa ríkisstofnana fá allt að 48% hækkun launa og afturvirkar í 2 ár.Laun þeirra hækka í 1,3-1,6 millj. á mánuði. Það er aðeins örstutt síðan laun ráðuneytisstjóra voru hækkuð i 1,7 millj.  á   mánuði með innifalinni fastri yfirvinnu og ýmsir aðrir embættismenn ríkisins fengu þá einnig miklar hækkanir.

Verkafólk fékk á ný 6,2% launahækkun 1.janúar sl. en lífeyrir hækkaði þá um 9,7%. Eftir sem áður er lífeyrir aldraðra og öryrkja aðeins um og innan við 200 þúsund á mánuði á meðan ríkið úthlutar öllum framangreindum milljónum til embættismanna sinna og langt aftur í tímann.Ríkið virðist halda að það leysi fjárhagsvanda ríkissjóðs með því að halda lífeyri aldraðra og öryrkja við fátækramörk.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 14. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband