Peningum ausið í alla aðra en aldraða og öryrkja!

Á árinu 2015 varð meðaltalslaunahækkun 14% en margar stéttir fengu miklu meiri launahækkanir.Læknar sömdu um allt að 40% hækkun,nýlæknar fengu 25% hækkun,framhaldsskólakennarar 44%,hjúkrunarfræðingar 23,9,lágmarkslaun verkafólks 14,5%,byrjunarlaun í fiskvinnslu 30% og þannig má áfram telja.En lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 3%,þegar launaþróun var sú,sem hér hefur verið lýst.Það var lögbrot.Ég hef margoft lýst því hvernig margar aðrar stéttir fengu afturvirkar launahækkanir í lok árs 2015,þar á meðal ráðherrar en aldraðir og öryrkjar voru skildir eftir.

Og nú kemur ný holskefla mikilla launahækkana,þegar forstöðumenn ýmissa ríkisstofnana fá allt að 48% hækkun launa og afturvirkar í 2 ár.Laun þeirra hækka í 1,3-1,6 millj. á mánuði. Það er aðeins örstutt síðan laun ráðuneytisstjóra voru hækkuð i 1,7 millj.  á   mánuði með innifalinni fastri yfirvinnu og ýmsir aðrir embættismenn ríkisins fengu þá einnig miklar hækkanir.

Verkafólk fékk á ný 6,2% launahækkun 1.janúar sl. en lífeyrir hækkaði þá um 9,7%. Eftir sem áður er lífeyrir aldraðra og öryrkja aðeins um og innan við 200 þúsund á mánuði á meðan ríkið úthlutar öllum framangreindum milljónum til embættismanna sinna og langt aftur í tímann.Ríkið virðist halda að það leysi fjárhagsvanda ríkissjóðs með því að halda lífeyri aldraðra og öryrkja við fátækramörk.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góðan daginn Björgvin!  Þú ert óþreytandi í baráttu þinni fyrir kjörum aldraðra og öryrkja, sem er hið besta mál. Ég vil benda þér á mjög athyglisverða  tillögu Tómasar Ibsen Halldórssonar en það er spurning hvort ekki sé þarna komin lausnin, sem beðið hefur verið eftir: http://tibsen.blog.is/blog/tibsen/entry/2176455/

Jóhann Elíasson, 14.7.2016 kl. 11:46

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll! Tillagan er athyglisverð.Það er að vísu komin fram tillaga frá ríkisstjórninni um að tengja lífeyrinn á ný við lágmarkslaun verkafólks.Mér líst betur á hana. Aðalatriðið er það að áður en frambúðarskipan er ákveðin þarf að leiðræetta lífeyrinn rækilega vegna vanrækslu undanfarinna ára.

Með bestu kveðju

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 14.7.2016 kl. 12:53

3 identicon

Þakka þér þetta framlag Björgvin og öll hin mörgu fyrri! Það er ekki ónýtt fyrir lífeyrisþega að eiga að mann eins og þig. Lífeyrisþegar og aðrir hópar sem halloka hafa farið í samfélaginu, bera vonandi gæfu til að standa saman og ýta hraustlega við þeim sem hafa svikið þá!

Leo J. W. Ingason (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband