Ástandið hér hefur ekkert batnað á 13 árum!

 

 

Árið 2003 skrifaði eg eftirfarandi í blaðagrein:

Almennt hafa kjör almennings batnað verulega,þegar litið er yfir langt tímabil. En samt búa stórir hópar fólks í dag við kröpp kjör.Of margir büa undir fátækramörkum.Það,sem er einkum að á Íslandi i dag er þetta: Það er mikil fátækt í landinu .Misskipting hefur stóraukist.Þeir ríku hafa orðið ríkari og þeir fátæku fátækari.Líffeyrir aldraðra og öryrkja frá TR er svo skammarlega lágur ,að hann dugar ekki til framfærslu.Hið sama er að segja um atvinnuleysisbætur.Þær eru svo lágar, að ekki er unnt að lifa af  þeim.Lægstu laun verkafólks eru einnig svo lág, að ekki er unnt að lifa mannsæmandi lífi af þeim.

Þetta gæti verið lýsing á ástandinu í dag.Þessi 13 ára gamla lýsing leiðir í ljós, að íslenskir stjòrnmálamenn eru vanhæfir.Þeir hafa ekkert getað bætt ástandið í íslensku þjóðfélagi á þessum tíma.Að vísu verður að taka fram , að hægri öflin vilja ekki draga ûr misskiptingu.Þvert á móti vinna þau að því að auka hana

 

 

Björgvin Guðmundsson


Aldraðir og öryrkjar eiga að hafa sömu kjör á Íslandi og þeir hafa á hinum Norðurlöndunum

Grunnlífeyrir í Noregi,Danmörku og í Svíþjóð er þrefalt hærri en hér.Og grunnlífeyrir i Bretlandi er einnig þrefalt hærri en hér. Í Finnlandi er grunnlífeyrir rúmlega tvöfalt hærri en hér. Heildarlífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatrygginum er einnig miklu hærri í grannlöndum okkar en hér.Ísland hefur jafnað sig eftir bankahrunið og kreppuna,sem fylgdi í kjölfarið. Kröftugur ferðamannaiðnaður hefur hjálpað okkur mikið í því efni.Það standa því öll rök til þess að við búum okkar eldri borgurum og öryrkjum sömu kjör og þeir njóta i grannlöndum okkar.Ísland hefur efni á því eins og þessi grannlönd okkar að veita öldruðum og öryrkjum sómasamleg lífskjör. Það er kominn tími til,að við rekum af okkur slyðruorðið og hækkun lífeyri aldraðra og öryrkja myndarlega.

Ef við hækkum grunnlífeyri hér upp í það sama og hann er í grannlöndum okkar mundi hann hækka um 80 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt.Það veitir ekki af þeirri hækkun  til þess að koma öldruðum og 0ryrkjum  úr þeirri fátækragildru,sem þeir eru í.Ég er hér að tala um þá,sem fá einungis tekjur frá almannatryggingum.Þeir ættu að hækka um 80 þúsund krónur á mánuði og aðrir eldri borgarar og öryrkjar ættu að hækka hlutfallslega.Þetta er réttlætismál.Þetta er sanngirnismál.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 17. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband