Aldraðir og öryrkjar eiga að hafa sömu kjör á Íslandi og þeir hafa á hinum Norðurlöndunum

Grunnlífeyrir í Noregi,Danmörku og í Svíþjóð er þrefalt hærri en hér.Og grunnlífeyrir i Bretlandi er einnig þrefalt hærri en hér. Í Finnlandi er grunnlífeyrir rúmlega tvöfalt hærri en hér. Heildarlífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatrygginum er einnig miklu hærri í grannlöndum okkar en hér.Ísland hefur jafnað sig eftir bankahrunið og kreppuna,sem fylgdi í kjölfarið. Kröftugur ferðamannaiðnaður hefur hjálpað okkur mikið í því efni.Það standa því öll rök til þess að við búum okkar eldri borgurum og öryrkjum sömu kjör og þeir njóta i grannlöndum okkar.Ísland hefur efni á því eins og þessi grannlönd okkar að veita öldruðum og öryrkjum sómasamleg lífskjör. Það er kominn tími til,að við rekum af okkur slyðruorðið og hækkun lífeyri aldraðra og öryrkja myndarlega.

Ef við hækkum grunnlífeyri hér upp í það sama og hann er í grannlöndum okkar mundi hann hækka um 80 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt.Það veitir ekki af þeirri hækkun  til þess að koma öldruðum og 0ryrkjum  úr þeirri fátækragildru,sem þeir eru í.Ég er hér að tala um þá,sem fá einungis tekjur frá almannatryggingum.Þeir ættu að hækka um 80 þúsund krónur á mánuði og aðrir eldri borgarar og öryrkjar ættu að hækka hlutfallslega.Þetta er réttlætismál.Þetta er sanngirnismál.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband