Lítið gagn í nýju frumvarpi um almannatryggingar! Engin hækkun lífeyris.Eins og að bjóða upp á óbreytt kaupgjald.

Eftir,að félagsmálaráðherra upplýsti um slagsmál sín við Sjálfstæðisflokkinn ( Bjarna Ben) hvarflar að manni hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi einnig komið í veg fyrir að aldraðir og öryrkjar fengju einhverjar bitastæðar kjarabætur í nýju frumvarpi um almannatryggingar.Eygló hefur ekki sagt það en mér finnst samt líklegt að svo sé nema Eygló sé sjálf áhugalaus um að bæta kjör aldraðra og öryrkja.

Drög að nýju frv um almannatryggingar fela ekki í sér neinar bitastæðar kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja.Það er lítilsháttar dregið úr skerðingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum en stórauknar skerðingar vegna atvinnutekna.Og það sem skiptir mestu máli að mínu áliti er þetta: Það er engin hækkun á lífeyri þeirra,sem hafa eingöngu lífeyri frá almannatryggingum til þess að lifa af. Þetta er svipað og að verkalýðsfélög mundu eftir margra ára samningaviðræður koma til félagsmanna sinna og bjóða upp á óbreytt kaupgjald,enga hækkun en lítils háttar hlunnindi. Þetta er lygilegt. Það er ekki unnt að bjóða öldruðum og öryrkjum upp á þetta.

Björgvin Guðmundsson


Eygló í slag við Bjarna!

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra sagði frá því í viðtali við RUV í gær,að hún hefði staðið í slagmálum undanfarið við Sjálfstæðisflokkinn um framlög til húsnæðismála. Sjálfstæðisflokkurinn (Bjarni Ben) hefði staðið gegn húsnæðisfrumvörpum hennar.Sjálfstæðisflokkurunn vildi heldur lækka skatta á þeim,sem hefðu hærri tekjurnar en að leggja aukin framlög í húsnæðismál,vaxtabætur, og fleiri velferðarmál.Eygló nefndi tölur því til stuðnings að framlög til vaxtabóta hefðu lækkað.

Þess hefur orðið vart áður,að Bjarni Ben fjármálaráðherra hefur stöðvað frumvörp frá Eygló um húsnæðismál en þetta mun vera í fyrsta sinn,sem hún segir opinberlega frá því,að um alvarlegan ágreining sé að ræða milli þeirra ráðherranna.Vonandi hefur hún betur i þessum slag við Bjarna.

En hún minntist ekkert í viðtalinu við RÚV á, að Bjarni hefði lagst gegn auknum framlögunm til aldraðra og öryrkja en Bjarni hefur ekkert verið að leyna afstöðu sinni í þeim málum.Hann hefur sagt það fullum fetum á alþingi,að ekki mætti hækka lífeyri aldraðra og öryrkja þannig,að hann færi upp fyrir lágmarkslaun.Með öðrum orðum ,ef verkalýðshreyfingin stendur sig ekki nógu vel í því að gæta hagsmuna þeirra lægst launuðu á að halda öldruðum og öryrkjum áfram við fátækramörk! Væntanlega styður Eygló ekki þessa fáránlegu afstöðu. En ég saknaði þess að heyra ekki, að Eygló vildi bæta kjör aldraðra og öryrkja.Hún getur ekki lagt fram nýtt frumvarp,sem heldur lífeyri aldraðra og öryrkja óbreyttum,þegar ekki er unnt að lifa af þeim lífeyri.Hún mætt fara í annan slag við Bjarna út af þvi máli.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 20. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband