Lítið gagn í nýju frumvarpi um almannatryggingar! Engin hækkun lífeyris.Eins og að bjóða upp á óbreytt kaupgjald.

Eftir,að félagsmálaráðherra upplýsti um slagsmál sín við Sjálfstæðisflokkinn ( Bjarna Ben) hvarflar að manni hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi einnig komið í veg fyrir að aldraðir og öryrkjar fengju einhverjar bitastæðar kjarabætur í nýju frumvarpi um almannatryggingar.Eygló hefur ekki sagt það en mér finnst samt líklegt að svo sé nema Eygló sé sjálf áhugalaus um að bæta kjör aldraðra og öryrkja.

Drög að nýju frv um almannatryggingar fela ekki í sér neinar bitastæðar kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja.Það er lítilsháttar dregið úr skerðingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum en stórauknar skerðingar vegna atvinnutekna.Og það sem skiptir mestu máli að mínu áliti er þetta: Það er engin hækkun á lífeyri þeirra,sem hafa eingöngu lífeyri frá almannatryggingum til þess að lifa af. Þetta er svipað og að verkalýðsfélög mundu eftir margra ára samningaviðræður koma til félagsmanna sinna og bjóða upp á óbreytt kaupgjald,enga hækkun en lítils háttar hlunnindi. Þetta er lygilegt. Það er ekki unnt að bjóða öldruðum og öryrkjum upp á þetta.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband