Loforðin við aldraða og öryrkja: Síðasta tækifæri stjórnmálamanna!

Eftir nokkra daga verður nýr forseti Íslands settur í embætti,Guðni Th.Jóhannesson.Það er merkur atburður. Eftir rúmar 3 vikur kemur alþingi saman og 2 mánuðum síðar verða þingkosningar.

Hvernig munu þessir atburðir geta snert aldraða og öryrkja? Lítum á það: Ég hef bent á það,að þegar alþingi kemur saman um miðjan ágúst þá eru síðustu forvöð fyrir alþingismenn ríkisstjórnarinnar að standa við stóru kosningaloforðin,sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir kosningarnar 2013.Þeir eiga eftir að efna 99% af þessum kosningaloforðum.Þeim gefst nú síðasta tækifærið til þess að efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja.Loforðin voru stór og ekki hvað síst loforðin,sem Bjarni Benediktsson gaf um að afnema allar tekjutengingar ellilífeyrisþega hjá TR.Hann getur efnt þetta loforð í næsta mánuði. Geri hann það ekki þýðir ekkert fyrir hann að bjóða sig fram á ný.

Stjórnmálanenn eru byrjaðir að gefa ný loforð. Það þýðir ekkert.Fyrst verða þeir að efna gömlu kosningaloforðin.

Bregðist stjórnmálamenn öldruðum og öryrkjum eina ferðina enn eiga aldraðir og öryrkjar ekki annað úrræði en að snúa sér til nýs forseta Íslands og biðja hann um að beita sér fyrir því að lífeyrir verði hækkaður svo unnt verði að lifa af honum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband