Brýnasta málið að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja!

Nýr forseti Íslands verður settur í embætti á morgun,Guðni Th Jóhannesson.Aðeins hálfur mánuður er þar til alþingi kemur saman.Alþingiskosningar verða i oktober.En ekkert bólar samt á því, að ríkisstjórnin ætli að standa við kosningaloforð sín við aldraða og öryrkja frá alþingiskosningunum 2013.Ekkert bendir til þess að ríkisstjórnin ætli að bæta kjör aldraðra og öryrkja þannig að unnt verði að lifa af þeim.

Ég hef bent á það áður,að ef ríkisstjórn og alþingi reynist ekki fært um að bæta kjör aldraðra og öryrkja þannig að unnt verði að lifa af þeim þá verði nýr forseti Íslands að taka í taumana.Fráfarandi forseti,Ólafur Ragnar Grímsson,gagnrýndi það harðlega að öldruðum og öryrkjum væru ekki búin mannsæmandi kjör. Ég er þess fullviss,að nýr forseti mun láta málið til sín taka,leysi þing og stjórn það ekki. Núverandi stjórn og alþingi hefur aðeins nokkra daga enn til stefnu.Það verður að koma fram fyrir miðjan mánuð hvort meiningin er að lyfta kjörum aldrðra og öryrkja upp þannig að unnt verði að lifa af þeim. Í dag er það ekki mögulegt. 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt fyrir einhleypinga dugar ekki fyrir öllum útgjöldum.Oftast verða læknisheimsóknir og lyf útundan en stundum er ekki nóg fyrir mat. Úr þessu verður að leysa strax.Ástandið er eins hjá hjónum og sambúðarfólki. Þar er upphæðin 185 þúsund á mánuði eftir skatt. Það dugar ekki.Þetta þarf að  vera fyrsta mál á sumarþinginu,þegar það kemur saman.Ekkert mál er brýnna.Hækka þarf lífeyrinn um rúmlega 50 þúsund á mánuði.Það er lágmark.

Björgvin Guðmundsson


Frumvarp um afnám verðtryggingar komið fram

 

 

 

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður Samfylkingar hefur upplýst, að hún hafi i janúar sl  lagt fram frumvarrp til laga um afnám verðtryggingar.Framsóknarflokkurinn sýndi málinu engan áhuga.Áður en Sigríður Ingibjörg lagði málið fram hafði hún reynt í heilt ár að fá Sigmund Davíð þáverandi forsætisráðherra til þess að  ræða við sig um verðtrygginguna í sérstakri umræðu á þinginu. En Sigmundur Davíð var ófáanlegur til þess. Sigríður er því mjög hissa á því, að nú hafi  Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknar fengið áhuga á málinu hálfu ári eftir að málið var lagt fram í þinginu.Það er einnig undrunarefni,að Sigmundur Davíð skyldi ekki fá áhuga á verðtryggingarmálinu fyrr en nú eftir að það hefur legið í þinginu i rúmt hálft ár.

 Af því,sem hér hefur verið sagt er ljóst, að áhugi Sigmundar Davíðs og Silju Daggar á verðtryggingarmálinu er ekki ósvikinn.Sennilega er þeim báðum ljóst,að Sjálfstæðisflokkuinn er andvígur afnámi verðtryggingar.Og þess vegna er málflutningur þeirra fyrst og fremst áróður, kosningaáróður en ekki til þess að koma málinu fram.Á þetta reynir í þinginu við umræður um frumvarp Sigríðar Ingibjargar.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Bloggfærslur 31. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband