Vigdís getur enn efnt loforðin!

Frambjóðendur Framsóknar fyrir síðustu kosningar gáfu mikil kosningaloforð.Einna stórtækasti frambjóðandinn í því efni var Vigdis Hauksdóttir.Hún tók mikið upp í sig og ætlaði bókstaflega að laga allt  fyrir eldri borgara,sem þurfti að laga;afturkalla alla kjaraskerðingu og leiðrétta kjaragliðnun krepputímans.Og í vetur bætti hún við einu loforði til eldri borgara og sagði: Það eru svo fáir sem eru á strípuðum lífeyri að við leiðréttum lífeyri þeirra.Ekkert hefur verið efnt.Allt svikið.Það er því mikll léttir,að hún skuli ætla að hætta á þingi. En ef hún vill efna loforð sína við eldri borgara getur hún enn gert það. Þingið mun sitja fram í oktober.Drífðu þig nú.

Syndaregistur: Leiðrétting lífeyris vegna kjaragliðnunar hefur verið svikin.

Leiðrétting lífeyris aldraðra sem eru á strípuðum bótum hefur verið svikin.

Af 6 atriðum kjaraskerðingar aldraðra og öryrkja 2009 afturkallaði Framsókn 2 þeirra en það á aðeins að gilda til áramóta. Þá fer sú kjaraskerðing í gildi á ný.Eitt atriði kjaraskerðingar féll út af sjálfu sér þar eð það var tímabundið.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 5. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband