Vigdís getur enn efnt loforðin!

Frambjóðendur Framsóknar fyrir síðustu kosningar gáfu mikil kosningaloforð.Einna stórtækasti frambjóðandinn í því efni var Vigdis Hauksdóttir.Hún tók mikið upp í sig og ætlaði bókstaflega að laga allt  fyrir eldri borgara,sem þurfti að laga;afturkalla alla kjaraskerðingu og leiðrétta kjaragliðnun krepputímans.Og í vetur bætti hún við einu loforði til eldri borgara og sagði: Það eru svo fáir sem eru á strípuðum lífeyri að við leiðréttum lífeyri þeirra.Ekkert hefur verið efnt.Allt svikið.Það er því mikll léttir,að hún skuli ætla að hætta á þingi. En ef hún vill efna loforð sína við eldri borgara getur hún enn gert það. Þingið mun sitja fram í oktober.Drífðu þig nú.

Syndaregistur: Leiðrétting lífeyris vegna kjaragliðnunar hefur verið svikin.

Leiðrétting lífeyris aldraðra sem eru á strípuðum bótum hefur verið svikin.

Af 6 atriðum kjaraskerðingar aldraðra og öryrkja 2009 afturkallaði Framsókn 2 þeirra en það á aðeins að gilda til áramóta. Þá fer sú kjaraskerðing í gildi á ný.Eitt atriði kjaraskerðingar féll út af sjálfu sér þar eð það var tímabundið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þegar "Ríkisstjórn Fólksins" skerti lífeyri aldraðra og öryrkja á síðasta kjörtímabili, léstu ekkert í þér heyra en allt þetta kjörtímabil hefur þú andskotast eins og óður hani í mannaskít.  Hvað liggur að baki þessu hátterni þínu?

Jóhann Elíasson, 5.7.2016 kl. 19:42

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll! Þú kemur með órökstuddar fullyrðingar.Þú fur ekkert kannað hvort fullyrðing þín sé rétt. Hún er röng. Ég gagnræyndi rikisstjórn Jóhönnu mikið,sennilega meira en núverandi stjórn.Því til staðfestingar vil eg benda á,að eg skrifaði grein í Mbl 11.oktober 2009 undir fyrirsögninni: Mannréttindabrot að skerða kjör aldraðra og 0ryrkja. Í greininni segi eg m.a.: Það er alveg ljóst miðað við niðurskurð  hjá almannatryggingum og í heilbrigðiskerfinu,að ekki hefur verið staðið við  það fyrirheit ríkisstjórnarinnar að verja velferðarkerfið og enn síður hefur verið staðið við þá yfirlýsingu að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi.Ríkisstjórnin verður því að taka sig á.

Af þessu er ljóst,að eg gagnrýndi ríkisstjórn Jóhönnu harðlega.Hins vegar má geta þess,að sú stjórn hlífði þeim öldruðum og öryrkjum sem voru á "strípuðum" lífeyri.Þú ættir að biðjast afsökunar á

ummælum þínum. Og m.a.o. hefur þú nokkurn tímann gagnrýnt þína menn?

Kveðja Björgvin

 

Björgvin Guðmundsson, 6.7.2016 kl. 07:16

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég byðst afsökunar á að þessi eina grein, sem þú skrifaðir í Morgunblaðið,sskyldi fara fram hjá mér.  En staðreyndin er sú að niðurskurðurinn var mikill á lífeyri aldraðra og öryrkja í tíð "Ríkisstjórnar Fólksins" en hækkunin á lífeyri aldraðra og öryrkja hefur verið 30,02% í tíð þessarar ríkisstjórnar.  30,02% er ekki mikil hækkun á lágan lífeyri en hækkun er það og er ég alveg sammála því að mun betur þarf að gera en því miður er ekki hægt að gera allt í einu.

Mér finnst þú taka nokkuð stórt upp í þig þegar þú segir að ég sé með órökstuddar fullyrðingar og hafi ekki kynnt mér málin en það er alls ekki rétt hjá þér.  Ég sé ekki að það sé neitt í því sem ég skrifa sem krefst þess að ég byðjist afsökunar, það eina sem getur orkað tvímælis,er að líkja skrifum þínum við athafnir óðs hana í mannaskít, annað er í fullkomnu lagi.  Þú hefur ekki getað gagnrýnt "Ríkisstjórn Fólksins" meira en þú hefur gagnrýnt þessa ríkisstjórn, því blogg hafa komið frá þér daglega með gagnrýni á ríkisstjórnina núverandi, auk fjölda blaðagreina.  Gagnrýni er góð en til þess að hún virki og mark sé tekin á henni þarf að stilla henni í hóf annars getur hún orðið eins og einhver "síbylja".

Jóhann Elíasson, 6.7.2016 kl. 09:30

4 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll!

Þú værir maður að meiri ef þú bæðir afsökunar,þar eð  ég skrifaði hálfsmánaðarlega greinar i Morgunblaðið í tíð stjórnar Jóhönnu og gagnrýndi stjórnina stöðugt fyrir kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja.Og ég sagði  í blaðagrein rétt fyrir kosningar,að ef stjórn Jóhönnu afturkallaði ekki kjaraskerðinguna ættu eldri borgarar að svara því í kjörklefanum.

Það hefur enga þýðingu að birta tölur um prósentuhækkun lífeyris.Það eina sem gildir er að vita hvað kaupmáttur lífeyris hefur hækkað. Ég birti  tölur á Facebook og Mbl. Bloggi um breytingu kaupmáttar lífeyris i tíð fyrri stjórnar og núverandi stjórnar og í ljós kom,að kaupmattur lífeyris hafði hækkað meira i tíð stjórnar Jóhönnu en nú.

Talnakönnun Benedikts Jóhannessonar reiknaði út að hækka þyrfti lífeyri um tæp 20% til þess að leiðrétta lífeyri  vegna kjaragliðnunar krepputímans ( meiri hækkunar launa en lífeyris).Kjaranefnd FEB fékk út að hækkunin þyrftu að vera 23%. Síðan hefur bætst við mikil kjaragliðnun og það þarf að hækka lífeyri um 30-35% til þess að leiðrétta alla kjaragliðnunina.

Björgvin Guðmundsson, 6.7.2016 kl. 10:17

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef aldrei sagt að ekki væri þörf á að hækka lífeyrinn og ég sagði það einmitt, þegar ég nefndi prósentuhækkunina að hún væri ekki mikil á lágan lífeyri en samt var um hækkun að ræða en sú hækkun segir lítið á móti skerðingum "Ríkisstjórnar Fólksins".  Eins og ég sagði áður sé ég ekki að það sé nokkur einasta ástæða til að biðjast afsökunar á nokkru því sem ég skrifaði ekki fer ég fram á afsökunarbeiðni frá þér, vegna þinna skrifa.  Ég gef nú frekar lítið fyrir álit sem koma frá Benedikt Jóhannessyni og talnakönnun yfirleitt.

Jóhann Elíasson, 6.7.2016 kl. 12:42

6 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll!

Kaupmáttur bóta jókst meira í tíð ríkisstjórnar Jóhnnu en í tíð nuverandi stjórnar skv. útreikningum starfsmanns TR.

Blaessaður

BG

Björgvin Guðmundsson, 6.7.2016 kl. 12:56

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það sér það hver heilvita maður, sem vill sjá, að kaupmáttur bóta getur ekki HÆKKAÐ þegar bætur eru LÆKKAÐAR og þarf engan speking til. wink

Jóhann Elíasson, 6.7.2016 kl. 13:33

8 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Lokaorð:

Það varð ekki lækkun á lægsta lífeyri.Honum var haldið óbreyttum. Það kom 20% vísitöluuppbót á þann lífeyri 2009. Það var grunnlífeyrir sem var skertur og frítekjumark vegna atvinnutekna og annað í þeim dúr. Grunnlifeyrir var skertur hjá þeim,sem höfðu góðan lífeyrissjóð.

Á tímabilinu 2013 -2016,tímabili núverandi stjórnar, hafa lágmarkslaun hækkað um 27% en lífeyrir einhleypra eldri borgara aðeins hækkað um 17%. Þarna hefur því orðið ný kjaragliðnun,sem nemur 10 prósentustigum.Það er þvi áfram verið að hlunnfara eldri borgara og öryrkja,láta þá fá minni hækkun en lægst launaða verkafólk.

MBK.BG

Björgvin Guðmundsson, 6.7.2016 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband