Búa tvær þjóðir í .þessu landi?

Þegar Panamaskjölin voru afhjúpuð og í ljós kom,að æðstu menn þjóðarinnar og margir fleiri  voru með fjármuni í skattaskjólum varð það ljóst,að tvær þjóðir búa í þessu landi.Fyrrverandi forsætisráðherra og kona hans og tveir aðrir  ráðherrar höfðu verið í skattaskjólum.Þeir,sem eru þar, eru annað hvort að fela eignarhald á fyrirtækjum eða að koma sér undan að greiða skatta til samfélagsins.Hvernig má það vera,að þeir sem hafi mestu tekjurnar og hafi mestu fjármunina vilji ekki greiða sinn skerf til samfélagsins.Ég hef sagt það áður,að það á að setja lög um bann við þvi að geyma fjármuni í skattaskjólum vegna þess að sá,sem er með 100 milljónir eða 2 milljarða þar getur sagt,að hann sé með 1 krónu.Það eru engar upplýsingar veittar og unnt að segja hvað sem er.

Ljóst er að meiri fjármunir eru í umferð nú en áður. Það sést m.a. á þeim gífurlega fjölda fólks sem fór á EM í Frakklandi og raunar á gífurlegum fjölda fólks,sem stöðugt fer til útlanda í skemmtiferðir. Þetta sést einnig á launamálunum. Kjararáð var að úthluta ráðuneytisstjórum rúmlega 1700 þúsund krónur á mánuði  í  laun eða tæplega 2 milljarða.En á sama tíma segir alþingi og ríkisstjórn,að aldraðir og öryrkjar megi ekki hafa nema 200 þúsund á mánuði,þ.e. þeir sem verða að lifa af lífeyri TR. Þetta undrstrikar að það búa tvær þjóðir í þessu landi: Þeir sem hafa nóga peninga og setja fjámuni sína í skattaskjól og hinir sem eiga tæplega í sig og á. Er ekki kominn tími til að breyta þessu. Það eru nógir peningar til.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband