Leysa má kjaramálin með einu pennastriki!

 

Þó búsetumálin séu mikilvæg eru kjaramál aldraðra ekki síður brýn. Þau eru að því leyti til auðveldari viðfangs en búsetumálin, að unnt er að leysa þau strax. Það tekur tíma að byggja ný hjúkrunarheimili og dvalarheimili fyrir aldraða en það er unnt að hækka lífeyri aldraðra með einu pennastriki strax. Það eru nógir peningar til og því er ekki eftir neinu að bíða. Allir eru sammála um að kjör aldraðra eru óviðunandi.Sumir stjórnmálamenn taka nú undir kröfur almennings í því efni. Stór hópur ellilífeyrisþega er með ráðstöfunartekjur um 200 þúsund á mánuði. Það er skammarlega lágt hjá einu ríkasta þjóðfélagi heims. Einstaklingur þarf rúm 300 þúsund á mánuði fyrir utan skatta til framfærslu samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands.það má hækka lífeyri upp í þá upphæð.. Landssamband eldri borgara hefur krafist þess, að lífeyrir eldri borgara hækki´í 300 þúsund á mánuði . Það væri gott skref. Stjórnarflokkarnir hafa haft af eldri borgurum tugi milljarða  miðað við þau loforð, sem gefin voru 1995. Það er kominn tími til að borga eitthvað til baka af þeirri upphæð.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband