Sjóðfélagar eiga lífeyrissjóðina,aðrir ekki.Skerðing ekki inni í myndinni.Stenst ekki

Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambands Ísland sagði í sjónvarpsþætti á Hringbraut í gær:Það eiga engir lífeyrissjóðina nema sjóðfélagar sjálfir.Og lífeyrissjóðirnir eiga ekkert nema nokkrar ritvélar; annað er eign sjóðfélaga.Guðmundur sagði ennfremur,að í verkalýðshreyfingunni hefði alltaf verið gengið út frá því,að lífeyrir úr lífeyrissjóðunum yrði viðbót við lífeyri almannatrygginga.Skerðing almannatrygginga vegna lífeyris úr lífeyrissjóðum stenst ekki.

 Ég er 100% sammmála þessu.Það stenst ekki,að einhver samtök eða einhverjir fulltrúar samtaka séu að dragast á það við ríkisvaldið,að að svo og svo mikil skerðing lífeyrir vegna greiðslna úr lífeyrissjóði sé í lagi vegna þess,að hún sé minni en áður. Engin skerðing á rétt á sér  og það mál er ekki samnningsatriði.Þess vegna verður að  afnema alla skerðingu lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og einnig vegna tekna af atvinnu og fjármagni.

Núverandi fjármálaráðherra,formaður Sjálfstæðisflokksins,Bjarni Benediktsson,skrifaði eldri borgurum bréf fyrir kosningar 2013 og lofaði að afnema allar tekjutengingar ellilífeyris í kerf TR.Hann hefur ekkert gert í því máli enn.Bjarni verður að efna þetta kosningaloforð strax,ella getur hann ekki verið í kjöri á ný.Sama gildir um kosningaloforðið,sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf öldruðum vegna kjaragliðnunar krepputímans.Þar lofaði Sjálfstæðisflokkurinn að leiðrétta lífeyri aldraðra þannig,að hann hækkaði í samræmi við hækkun lægstu launa 2009-2013.Við það kosningaloforð verður einnig að standa strax.Tíminn er útrunninn.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 18. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband