Sjóðfélagar eiga lífeyrissjóðina,aðrir ekki.Skerðing ekki inni í myndinni.Stenst ekki

Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambands Ísland sagði í sjónvarpsþætti á Hringbraut í gær:Það eiga engir lífeyrissjóðina nema sjóðfélagar sjálfir.Og lífeyrissjóðirnir eiga ekkert nema nokkrar ritvélar; annað er eign sjóðfélaga.Guðmundur sagði ennfremur,að í verkalýðshreyfingunni hefði alltaf verið gengið út frá því,að lífeyrir úr lífeyrissjóðunum yrði viðbót við lífeyri almannatrygginga.Skerðing almannatrygginga vegna lífeyris úr lífeyrissjóðum stenst ekki.

 Ég er 100% sammmála þessu.Það stenst ekki,að einhver samtök eða einhverjir fulltrúar samtaka séu að dragast á það við ríkisvaldið,að að svo og svo mikil skerðing lífeyrir vegna greiðslna úr lífeyrissjóði sé í lagi vegna þess,að hún sé minni en áður. Engin skerðing á rétt á sér  og það mál er ekki samnningsatriði.Þess vegna verður að  afnema alla skerðingu lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og einnig vegna tekna af atvinnu og fjármagni.

Núverandi fjármálaráðherra,formaður Sjálfstæðisflokksins,Bjarni Benediktsson,skrifaði eldri borgurum bréf fyrir kosningar 2013 og lofaði að afnema allar tekjutengingar ellilífeyris í kerf TR.Hann hefur ekkert gert í því máli enn.Bjarni verður að efna þetta kosningaloforð strax,ella getur hann ekki verið í kjöri á ný.Sama gildir um kosningaloforðið,sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf öldruðum vegna kjaragliðnunar krepputímans.Þar lofaði Sjálfstæðisflokkurinn að leiðrétta lífeyri aldraðra þannig,að hann hækkaði í samræmi við hækkun lægstu launa 2009-2013.Við það kosningaloforð verður einnig að standa strax.Tíminn er útrunninn.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna er ég 100% sammála Guðmundi Gunnarssyni og samt er ekki mikið um að skoðanir okkar fari saman.  Ég hef talað um þetta í mörg ár en frekar er lítið um undirtektir.  Finnst engum það undarlegt að á meðan lífeyrissjóðirnir eru að MINNKA lífeyrisréttindi sjóðsfélaganna eru þeir jafnframt að kaupa upp fyrirtæki um allar jarðir?  Í mínum huga gengur þetta ekki alveg upp.  Á það ekki að vera hlutverk  þeirra að ávaxta eignir sjóðsfélaganna, svo þeir hámarki lífeyri sinn í framtíðinni?  Ég hef haldið því fram að lífeyrissjóðirnir, eins og þeir hafa þróast síðustu árin og áratugina, séu ekkert annað en löglegur þjófnaður.  Upphaflega hugmyndin með lífeyrissjóðunum var góð en eitthvað hefur framkvæmdin skolast til.

Jóhann Elíasson, 18.8.2016 kl. 11:38

2 Smámynd: Jón Óskarsson

Því eru Guðmundur Gunnarsson og fleiri slíkir ekki einfaldlega í "sjálfboðavinnu" sem stjórnarmenn lífeyrissjóða.  Þetta eru yfirleitt menn og konur sem eru á fullum launum í annarri fastri vinnu, sem sjaldan eða aldrei er skert vegna þess að þeir þurfi að eyða einhverjum tíma í stjórnarsetuna.

Í stjórnartíð Guðmundar hjá Stafir lífeyrissjóði þá skerti hann áunninn réttindi mín um milli 20 og 25 prósent og sú skerðing hefur ekki verið leiðrétt.   Þarna er sjóðurinn semsagt búinn að ræna af mér nær fjórðung af því sem myndi kallast ef ég hefði verið í lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins "lögvarinn eignarréttur" minn, sbr. orð varaformans fjárlaganefndar í fjölmiðlum nýverið.

Lífeyrissjóðirnir eru eign okkar sjóðfélaga og þetta er "vörslufé" sem með lögum og kjarasamningum er gert skylt að greitt sé af launum allra.  Sjóðirnir eiga að ávaxta þetta fé sem best og reyna að tryggja lágmarksávöxtun.   Þetta er hins vegar ekki "rekstrarfé".  Lífeyrissjóðirnir eru ekki eins og fyrirtæki á markaði sem reynir að ná sem mestri framlegð og geta með því skapað svigrúm til launa og arðs.

Ég get ekki ætlast til þess að þeir sem vinna á skrifstofum lífeyrissjóðanna séu að fá annað en sanngjörn laun.  Þeir eiga hins vegar ekki að vera á ofurlaunum.  Stjórnarmenn sjóðanna sem eiga að vera fulltrúar okkar sjóðfélaganna þarna inni þurfa hins vegar ekki og eiga ekki að þurfa að þyggja laun.   Forstjórarnir og aðrir starfsmenn þeirra eiga ekki heldur að vera með nein hlunnindi svo sem bílafríðindi eða annað sem tekið er af "vörslufénu"   Það er líka með öllu óþarft að í dag séu margir sjóðir starfandi og ætla má að þó allir sjóðir aðrir en á vegum ríkis og sveitarfélaga myndu sameinast í einn að þá ætti ekki að þurfa að bæta við nema kannski 1-3 stöðugildum á skrifstofu hins nýja sameinaða sjóðs.  Það mætti semsagt spara laun tuga eða hundruði núverandi starfsmanna lífeyrissjóðanna, auk þess sem í hverjum sjóði eru í dag frá 5 og upp í 9 stjórnarmenn sem hver og einn, þar með talið Guðmundur, eru á okurlaunum.

Jón Óskarsson, 18.8.2016 kl. 13:01

3 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Það er berlega klárt að Alþingismenn, ráðherrar og aðrir embættismenn ríkisins hafa brotið og brjóta enn stjórnarskrárvarinn réttindi þeirra sem þeir eiga að vera að starfa fyrir.
Nú kunna einhverjir að segja að eftirfarandi STJÓRNARSKRÁRBROT séu í skjóli þessa eða hinna laga eða reglugerða en lög og reglugerðir sem brjóta ákvæði STJÓRNARSKRÁR LÝÐVELDISINS ÍSLANDS eru eðli málsins samvæmt dauð og ómerk og ber að fjarlægja strax úr bókum ríkisvaldsins.

Með hvaða rétti er ráðist að eftirlaunafólki á almennum vinnumarkaði og lífeyrissjóðir þess skertir á meðan fólk í embættum ríkisins er með tyggð sín réttindi hvað sem á gengur?
65. gr. Sjórnarskráinnar segir: [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)

Með hvaða rétti er sparifé fólks í lífeyrissjóðum stolið til að fjármagna Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkratryggingar Íslands?
72. gr. Sjórnarskráinnar segir: [Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.]1)

Með hvaða rétti eru greiðslur Almannatryggingar skertar til eftirlaunafóks sem hefur sparað í gegn um lífeyrissjóði alla sína starfsævi auk þess að greiða fulla skatta í ríkisjóð (og Almannatryggingar)? Með hvaða rétti neita Sjúkratryggingar Íslands fólki um aðstoð jafnvel þó fyrir liggi vottorð frá lækni um nauðsin umbeðinnar aðstoðar?
76. gr. Sjórnarskráinnar segir: [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.
Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.]1)

Með hvaða rétti eru lagðir á jaðarskattar (skerðingar) vegna lífeyristekna, launatekna og fjármagnstekna eftirlaunafóks?
77. gr. Sjórnarskráinnar segir: [Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.
Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.]1)

Ísleifur Gíslason, 18.8.2016 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband