Framlög til lífeyristrygginga TR þau sömu 2015 og á kreppuárunum miðað við þjóðarframleiðslu!

 

Stjórnarherrarnir eru að guma af því að þeir hafi aukið framlög mikið til almannatrygginga.En staðreyndir leiða annað í ljós,Framlög til lífeyristrygginga TR sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eru nokkurn veginn þau sömu árið 2015 og þau voru á kreppuárunum í tíð fyrri ríkisstjórnar.Framlög til lífeyristrygginga voru 3,3% af þjóðarframleiðslu árin 2011,2012 og 2013,á kreppuárunum en voru 3,4% árið 2015 eða nokkurn vegin þau sömu.Það fer því lítið fyrir aukningunni sem forsætisráðherra talaði um í upphafi sumarþings.Enda finna aldraðir og öryrkjar það best á eigin skinni hvernig staðan er. Þeir finna enga aukningu.Það er jafnerfitt að komast af á lífeyri almannatrygginga í dag eins og var á kreppuárunum."Góðærið" hefur enn ekki komið til aldraðra og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband