Eygló sýndi kjark en fullseint!

 

 Eygló Harðardóttir,félagsmálaráðherra sýndi kjark með því að neita að styðja fjármálaáætlun fjármálaráðherra á alþingi í fyrradag. En kjarkurinn kemur nokkuð seint.Hún hefur haft mörg tækifæri til þess að  taka sjálfstæða afstöðu á öllu kjörtímabilinu.

 Eygló lagðist gegn hækkun og lengingu fæðingarorlofs strax og hún settist í stól ráðherra. Hún dró til baka lög um fæðingarorlof,sem fyrri ríkisstjórn hafði nýsett til stuðnings mæðrum og barnafjölskyldum.

Hún hefur heldur ekki stutt hækkun elli-og örorkulífeyris til jafns við hækkun lágmarkslauna.Hún greiddi atkvæði gegn tillögum þar um fyrir jólin í fyrra og lagðist þá einnig gegn því, að aldraðir og öryrkjar fengju afturvirkar kjarabætur frá 1.mai á því ári enda þótt nær allar stéttir hefðu fengið afturvirkar kjarabætur.

 

Björgvin Guðmundssobn


Fjármálaráðherra heldur niðri framlögum til lífeyrisþega!

Þau tíðindi gerðust á alþingi í gær,að Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra  lýsti því yfir,að hún gæti hvorki stutt fjármálaáætlun né fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021.Sat hún hjá við afgreislu málsins.Gat hún sérstaklega um,að framlög til lífeyrisþega og barnafjölskyldna væru of lág.Þar með hefur það verið staðfest,sem ég hef oft haldið fram,að fjármálaráðherra,Bjarni Benediktsson,hefur haldið framlögum til eldri borgara og öryrkja niðri enda hefur hann beinlínis lýst því á alþingi að hann sé andvígur því að lífeyrir sé hærri en lágmarkslaun.

Ef ekki væru  að koma kosningar hefði félagsmálaráðherra orðið að segja af sér eftir yfirlýsingu gærdagsins og einn varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í gær,að Eygló yrði að segja af sér úr því hún styddi ekki stjórnarmál.En ég reikna með,að Eygló sitji fram að kosningum en það er ljóst,að það er engin samstaða í ríkisstjórninni.Stutt er síðan Eygló skýrði frá því opinberlega,að hún hefði átt í slagsmálum við fjármálaráðherra um ýmis velferðarmál. Það er ekki von,að aldraðir og öryrkjar fái eðlilegar hækkanir þegar fjármálaráðherrann  stendur gegn því.

Það eina,sem fjármálaráðherra passar upp á er,að hinir ríku fái meira þó það sé á kostnað þeirra sem minna hafa.Allar ráðstafanir ráðherrans miða að þessu,þar á meðal síðasta aðgerð hans, ráðstöfun til þess að auðvelda ungu fólki að kaupa íbúðir. Það gagnast engum í dag en gagnast þeim efnameiri meðal ungs fólks eftir 10 ár!Fjármálaráðherrann komst til valda m.a. vegna þess  að hann lofaði eldri borgurum að afnema tekjutengingu ellilífeyris en hann hefur svikið það. Hann á þess vegna að fara frá.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 19. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband