Eygló sýndi kjark en fullseint!

 

 Eygló Harðardóttir,félagsmálaráðherra sýndi kjark með því að neita að styðja fjármálaáætlun fjármálaráðherra á alþingi í fyrradag. En kjarkurinn kemur nokkuð seint.Hún hefur haft mörg tækifæri til þess að  taka sjálfstæða afstöðu á öllu kjörtímabilinu.

 Eygló lagðist gegn hækkun og lengingu fæðingarorlofs strax og hún settist í stól ráðherra. Hún dró til baka lög um fæðingarorlof,sem fyrri ríkisstjórn hafði nýsett til stuðnings mæðrum og barnafjölskyldum.

Hún hefur heldur ekki stutt hækkun elli-og örorkulífeyris til jafns við hækkun lágmarkslauna.Hún greiddi atkvæði gegn tillögum þar um fyrir jólin í fyrra og lagðist þá einnig gegn því, að aldraðir og öryrkjar fengju afturvirkar kjarabætur frá 1.mai á því ári enda þótt nær allar stéttir hefðu fengið afturvirkar kjarabætur.

 

Björgvin Guðmundssobn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband