Allir fengu miklar hækkanir nema aldraðir og öryrkjar.Ekki jafnrétti

Sveinbjörn Eyjólfsson fyrrum aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar þá ráðherra,býður sig fram til formanns gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.Sveinbjörn segist leggja mesta áherslu á grunnngildi Framsóknarflokksins,félagshyggju og jafnrétti.Spurningin er þessi: Er það í samræmi við þessi grunngildi,að skilja aldraðra og öryrkja eftir í kjaramálum,þegar allar aðrar stéttir eru að fá miklar kjarabætur.En þannig var það 2015,þegar lágmarkslaun hækkuðu um 14,5% frá 1.mai  og allar aðrar stéttir fengu miklar hækkanir, sumar meira en þetta og alþingismenn,ráðherrar og embætismenn fengu miklar kauphækkanir greiddar 9 mánuði til baka.Tillaga um að veita öldruðum og öryrkjum einnig afturvirkar hækkanir til baka voru felldar af ríkisstjórn Framsóknarflokksins og þingmeirihluta.Varla var þetta í samræmi við jafnrétti og félagshyggju.lífeyrisþegar fengu 3 % hækkun 1.janúar 2015 en enga frekari hækkun á árinu þrátt fyrir gífurlega miklar hækkanir allra annarra.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Lífeyrir aldraðra hækki í 300 þúsund á mánuði strax

Hvað er brýnast að gera í kjaramálum aldraðra í dag? Það er eftirfarandi:

1.Hækka þarf lífeyrinn í 300 þúsund á mánuði¨strax,einnig hjá öryrkjum.Þetta er lágmark til þess að geta lifað mannsæmandi lífi af.Þetta er aðeins 23% hækkun eða rétt til þess að efna kosningaloforð stjórnarflokkanna um að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans.

2.Afnema á allar tekjutengingar eins og Bjarni Benediktsson,formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði að gera í bréfi til eldri borgara fyrir kosningarar 2013.Þar er um að ræða skerðingar lífeyris TR vegna lífeyrisgreiðslna og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Þó allir þessir þættir séu mikilvægir er afnám skerðinga vegna lífeyrissjóða mikilvægast enda eiga sjóðfélagar lífeyrinn í lífeyrissjóðunum og ríkið á ekkert með að krukka í hann, hvorki beint sé óbeint.

3. Efla þarf heimahjúkrun og fjölga hjúkrunarheimilum.Stuðla á að þeir eldri borgarar sem hafa heilsu til geti verið heima en þegar heilsan bregst þarf rými á hjúkrunarheimili.  Það þarf að útrýma biðlistum eftir rými þar.þess  vegna vantar fleiri hjúkrunarheimili

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 12. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband