Lífeyrir aldraðra hækki í 300 þúsund á mánuði strax

Hvað er brýnast að gera í kjaramálum aldraðra í dag? Það er eftirfarandi:

1.Hækka þarf lífeyrinn í 300 þúsund á mánuði¨strax,einnig hjá öryrkjum.Þetta er lágmark til þess að geta lifað mannsæmandi lífi af.Þetta er aðeins 23% hækkun eða rétt til þess að efna kosningaloforð stjórnarflokkanna um að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans.

2.Afnema á allar tekjutengingar eins og Bjarni Benediktsson,formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði að gera í bréfi til eldri borgara fyrir kosningarar 2013.Þar er um að ræða skerðingar lífeyris TR vegna lífeyrisgreiðslna og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Þó allir þessir þættir séu mikilvægir er afnám skerðinga vegna lífeyrissjóða mikilvægast enda eiga sjóðfélagar lífeyrinn í lífeyrissjóðunum og ríkið á ekkert með að krukka í hann, hvorki beint sé óbeint.

3. Efla þarf heimahjúkrun og fjölga hjúkrunarheimilum.Stuðla á að þeir eldri borgarar sem hafa heilsu til geti verið heima en þegar heilsan bregst þarf rými á hjúkrunarheimili.  Það þarf að útrýma biðlistum eftir rými þar.þess  vegna vantar fleiri hjúkrunarheimili

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband