Ekkert að marka yfirlýsingar Karls Garðarssonar eða Sigmundar Davíðs. Ódýrt kosningabragð!

Karl Garðarsson þingmaður Framsóknar hefur ekki svarað tillögu minni um, að hann mundi flytja frumvarp um að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja til þess að sýna,að honum væri alvara með afsökunarbeiðni sinni og að hann raunverulega meinti, að hann vildi bæta kjör lífeyrisþega.Sigmundur Davið hefur einnig verið að lýsa því yfir, að hann vildi bæta kjör aldraðra og öryrkja núna.En það er eins með hann og Karl. Sigmundur Davíð hefur ekki fylgt yfirlýsingum sínum eftir.Sigmundur Davíð er formaður í flokki sem á forsætisráðherrann.Sigmundur Davíð á þvi að geta látið ríkisstjórnina flytja frumvarp um mál þetta eða hann getur flutt það sjálfur. t.d ásamt Karli Garðarssyni.

 Ég lit svo á,að afsökunarbeiðni Karls Garðarssonar hafi verið ódýrt kosningabragð.Það  fylgir enginn hugur máli úr því þingmaðurinn flytur ekki þingmál um kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja.Og það sama er að segja um Sigmund Davíð. Hann er að reyna að leika sama leikinn aftur: Að  gefa kosningaloforð sem hann stendur ekki við. Munurinn er aðeins sá,að nú er flokkur hans við völd og getur framkvæmt það sem hann lofar strax.En það vantar viljann.

Karl Garðarssn viðurkenndi það í samtali við Helga Seljan hjá RÚV í gær,að útspil hans hefði átt að setja þrýsting á ríkisstjórnina.Hann hefur þá ætlað að setja þrýsting á Sigurð Inga og Eygló!. En Karl þekkir sitt heimafólk. Hann veit,að það gerist ekkert.Kosningaloforðin frá kosningunum 2013 liggja enn óuppfyllt.Þó er Framsókn búin að vera í ríkisstjórn allan tímann síðan. Karl Garðarsson stóð að því að gefa öldruðum og öryrkjum kosningaloforðin 2o13.Framsókn gerði það í heild.Það er eftir að leiðrétta lífeyri  aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar krepputímans eins og flokksþing Framsóknar lofaði að gera.Það þýðir 56 þúsund kr hækkun lífeyris.Karl og Sigmundur Davíð geta látið rikisstjórnina efna það loforð strax í næstu viku. Það tekur ekki nema einn dag að afgreiða það mál á þingi.Framsókn platar ekki kjósendur tvisvar.Það þýðir ekki að koma núna með  ný loforð á meðan ekki er búið að efna gömlu loforðin,sem gefin voru öldruðum og öryrkjum.Kjósendur eru á varðbergi nú.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Björgvin, þú átt mikið þakklæti skilið fyrir afskipti þín af málefnum aldraðra og öryrkja,þeir eru heppnir að hafa slíkan málsvara í sínum röðum.Varðandi kosningaloforð þingmanna í garð aldraðra og öryrkja þá eru þau einskis virði og hafa alltaf verið,skömm er af þingmönnum okkar hvernig þeir koma fram við fólkið í landi þar sem eru nægar auðlindir svo öllum geti liðið vel í landi allsnægta.Það er bara rangt gefið á garðann af völdum ráðamannna og verkalýðsforustan er steindauð í eftirfylgni og framkvæmd sinni í garð ellilífeyris og örorkuþega. Hef unnið í Noregi og þar eru atvinnurekendur hræddir við verkalýðsfélögin vegna eftirfylgni og afskipta,hér virðist þetta vera öfugt í raunveruleikanum.Niðurstaðan er að skömm sé af ráðamönnum þessarar þjóðar hvort heldur litið er til alþingismanna eða verkalýðsforkólfa.Hérlendis ræður mestu útgerðarelítan sem þingmenn beigja sig og bugta fyrir vegna peningavaldsins sem ræður þar ríkjum. 

Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 11.9.2016 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband