Vill Þorsteinn ekki hækka þá lægst launuðu?

Við 1.umræðu um frv um almannatryggingar flutti Þorsteinn Sæmundsson ræðu um frv en hann var einmitt formaður nefndar þeirrar,sem undirbjó frumvarpið síðasta spölinn.Ræða þessi var mjög furðuleg,þar eð ég gat ekki betur heyrt en að hann væri að leita að rökum fyrir því að ekki þyrfti að hækka lífeyri þeirra aldraðra og öryrkja sem minnst hefðu! Þorsteinn sagði að greina þyrfti vanda þessa hóps og athuga hvort lækka mætti einhverja kostnaðarliði hjá honum.Til dæmis sagði hann,að ef til vill mætti lækka lyjakostnað  til dæmis með lækkun virðisaukaskatts.Og fleri kostnaðarliði mætti sjálfsagt finna sem mætti lækka. Athyglisvert. Þorsteinn er greinilega að reyna að komast,að þeirri niðurstöðu að hreinn óþarfi sé að hækka þessa hungurlús sem þeir lægstu meðal aldraðra og öryrkja fá ! Þeir fá 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt,ef þeir búa með öðrum en 207 þúsund á mánuði eftir skatt,ef þeir eru einhleypir.Menn undrast það hvers vegna Þorsteinn og nefnd hans lagði ekki til hækkun á þessu lítilræði. En hér er kannski komin skýringin: Þorsteinn telur,að kannski þurfi ekki að hækka þessa hungurlús. Lækka megi kostnaðarliði þessa fólks.

Skyldi þessi sama hugsun hafa komið upp fyrir 1 ári þegar laun þingmanna og ráðherra voru hækkuð afturvirkt í 9 mánuði,frá 1.mars 2015 ekki frá 1.mai en um leið felldu þessir þingmenn og ráðherrar,að aldraðir og öryrkjar fengju afturvirka hækkun frá.mai (ekki 1.mars eins og þingmenn)

Þorsteinn fékk þá 6-800 þúsund króna hækkun í vasann,9 mánaða hækkun til baka.Eygló og aðrir ráðherrar fengu  1 milljón og rúmlega það í afturvirka hækkun til þess að eiga fyrir jólagjöfum! Ekki er von,að þau Eygló og Þorsteinn skilji það,að 185 þúsund-207 þúsund á mánuði sé ekki nóg til framfærslu !Þau komu sér saman um að hækka ekki lægsta lífeyri um eina einustu krónu í lagafrumvarpinu,sem lagt var fram. Svei þeim. 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband