Frv.eykur ójöfnuð; dýpkar gjána milli ríkra og fátækra!

Ég hef einkum lagt áherslu á tvennt í gagnrýni minni á frumvarp félagsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar um almannatryggingar: Þeir,sem verst eru staddir fá enga hækkun.Og skerðing lífeyris TR vegna atvinnutekna eykst.

Harpa Njáls félagsfræðingur, sem skrifað hefur bók um fátækt á Íslandi og gagnrýnt hefur almannatryggingar fyrir að standa ekki í stykkinu gagnvart þeim, sem minnst hafa, gengur mun lengra en ég í gagnrýni sinni á frumvarp félagsmálaráðherra. Hún segir: Ef frumvarpið verður að lögum mun það hneppa fleiri í skort og fátækt,auka ójöfnuð og dýpka gjána milli ríkra og fátækra.Harpa vill,að frumvarpið verði unnið betur og skorar á félagsmálaráðherra að draga það til baka.

Harpa Njáls hefur kynnt sér frumvarpið vel og þetta er úrskurður hennar eftir þá athugun.Næg er misskiptingn í þjóðfélaginu fyrir,nóg er fátæktin  þó ríkisvaldið auki ekki á ranglætið og ójöfnuðinn með þessu frumvarpi.Það er ljóst,að frumvarpið er ekki hálfónýtt eins og ég sagð: Það er alónýtt og verður að vinnast betur eins og Harpa Njáls leggur til. Það verður að draga það til baka.

Við þurfum meiri jöfnuð,meira réttlæti en ekki meiri ójöfnuð.Leiðin er ekki sú að gera lítið úr vandamálum aldraðra og öryrkja eins og Eygló ráðherra freistaðist til í umræðum á alþingi.Þar sagði hún,að það væru svo fáir lífeyrisþegar,sem væru illa staddir.Ég segi: Þó það væri aðeins einn,sem ætti ekki fyrir mat,þá væri það einum of mikið. En Karl Garðarson segir,að 9000 lífeyrisþegar séu illa staddir.Sú tala samræmist betur mínum upplýsingum.Frumvarpið bætir ekki hag neinna af þeim,sem verst eru staddir hvorki fárra né fleiri.Það verður að hækka lífeyrinn hjá þeim,sem minnst hafa,strax.Það þolir enga bið.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband