Handbært fé ríkisins eykst um 72 millljarða milli ára!

Handbært fé ríkisins jókst um 72 milljarða á fyrstu 6 mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra,skv. upplýsingum RUV.Staðan hefur sem sagt batnað um þessa fjárhæð milli ára.Samt sér fjármálaráðherra enn enga leið til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Honum þykir enn nóg,að aldraðir og öryrkjar hafi 185-207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Fjármálaráðherra mætti á fund fólksins um síðustu helgi og lamdi þar áfram hausnum við steininn í þessum málaflokki.Hann sagði,að aldraðir og öryrkjar hefðu fengið kjarabætur í samræmi við launaþróun. Þar á Bjarni Ben. við það,að lífeyrir hækkaði árið 2015 um 3 % á sama tíma og lágmarkslaun hækkuðu um 14,5% (l.mai).Þetta kallar Bjarn að hækka lífeyri í samræmi við launaþróun! Þetta var árið sem ráðherrarnir fengu 100 þús króna hækkun á mánuði og 9 mánuði til baka eða 900 þúsund í vasann rétt fyrir jólin! Öldruðum og öryrkjum var þá sagt,að þeir fengju enga meiri hækkun fyrr en 2016.Þeir fengu að bíða í 8 mánuði. Séu þessi 2 ár tekin saman nemur hækkun lágmarkslauna 20,7% og hækkun lífeyris 12,7%. Það vantar 8 prósentustig. Hvernig væri að  Bjarni og ráðherrarnir mundu hugsa um það eitt andartak hvað þeir lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja þyrftu mikið sér til framfærslu?Það þarf að hugsa um fleiri en þá,sem hafa nóg!

Björgvin Guðmundsson

 


Hálfónýtt frv.um almannatryggingar lagt fram.Engin hækkun fyrir þá lægst launuðu!

 

   

 

Frumvarp félagmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar um breytingu á almannatryggingum hefur verið útbýtt á alþingi.Mig undrar það, þar eð það er lítið gagn í því frumvarpi fyrir aldraða og öryrkja.Alvarlegasti gallinn á frumvarpinu er sá, að það er engin hækkun í frumvarpinu á lífeyri þeirra aldraðra og öryrkja, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum.Annar stór galli er sá, að skerðing lífeyrs TR eykst  hjá þeim sem hafa atvinnutekjur.Samt stendur í greinargerð með frv ,að ætlunin sé að greiða fyrir atvinnuþátttöku.Dregið er lítilsháttar úr skerðingu lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrssjóði.

Öryrkjabandalagið lagðist gegn frumvarpinu í nefndinni,sem undirbjó frumvarpið.Lagt var til þar, að í stað þess læknisfræðilega örorkumats,sem gildir í dag, kæmi svokallað starfsgetumat, sem byggðist á því að  byggja matið á því hvað hver og einn gæti unnið mikið .Öbi sagði, að undirbúa yrði slíka breytingu miklu betur. Félagsmálaráðherra tók af þeim sökum út kaflann um starfgetumat og frestaði honum .Félag eldri borgara  í Reykjavik treysti sér ekki til þess að styðja frumvarpið, meðal annars vegna þess, að frv gerir ráð fyrir því , að grunnlífeyrir falli niður. Landssamband eldri borgara gerði margar alvarlegar athugasemdir við frv. Meðal annars gerði LEB athugasemd við það hvað skerðingarhlutfall ætti að vera hátt og benti á, engin skerðing væri í Noregi  og aðeins 30% á hæstu tekjum í Danmörku.

Frumvarpið gerir ráð fyrir,að  lífeyristökualdur  verði hækkaður úr 67 árum í 70 ár. Mér er til efs, að það sé rétt skref. Lífeyristökualdur er miklu  lægri  á hinum Norðurlöndunum en hér. Til dæmis er hann 63- 65 ár í Finnlandi og víða er hann  60-65 ár.Samt vinna Íslendingar miklu meira en gerist  í grannlönndunum.Lífeyristökualdur ætti því að vera lægri hér en ekki öfugt.Meiningin er að hækka aldurinn hér á löngum tíma, um 2 mánuði á ári á 24 árum; byrja hækkunina um áramót. Þetta verður heilmikill sparnaður fyrir ríkið.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 6. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband