Handbært fé ríkisins eykst um 72 millljarða milli ára!

Handbært fé ríkisins jókst um 72 milljarða á fyrstu 6 mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra,skv. upplýsingum RUV.Staðan hefur sem sagt batnað um þessa fjárhæð milli ára.Samt sér fjármálaráðherra enn enga leið til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Honum þykir enn nóg,að aldraðir og öryrkjar hafi 185-207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Fjármálaráðherra mætti á fund fólksins um síðustu helgi og lamdi þar áfram hausnum við steininn í þessum málaflokki.Hann sagði,að aldraðir og öryrkjar hefðu fengið kjarabætur í samræmi við launaþróun. Þar á Bjarni Ben. við það,að lífeyrir hækkaði árið 2015 um 3 % á sama tíma og lágmarkslaun hækkuðu um 14,5% (l.mai).Þetta kallar Bjarn að hækka lífeyri í samræmi við launaþróun! Þetta var árið sem ráðherrarnir fengu 100 þús króna hækkun á mánuði og 9 mánuði til baka eða 900 þúsund í vasann rétt fyrir jólin! Öldruðum og öryrkjum var þá sagt,að þeir fengju enga meiri hækkun fyrr en 2016.Þeir fengu að bíða í 8 mánuði. Séu þessi 2 ár tekin saman nemur hækkun lágmarkslauna 20,7% og hækkun lífeyris 12,7%. Það vantar 8 prósentustig. Hvernig væri að  Bjarni og ráðherrarnir mundu hugsa um það eitt andartak hvað þeir lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja þyrftu mikið sér til framfærslu?Það þarf að hugsa um fleiri en þá,sem hafa nóg!

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband