Eldri borgarar greiða sjálfir 60 % af ellilífeyrinum!

Ríkið vælir og vænar  hér yfir "miklum" útgjöldum til aldraðra og öryrkja.Rikisstjórnin sér ekki eftir neinum peningum eins mikið og því sem fer til aldraðra og öryrkja.En samt er það svo,að ríkið greiðir miklu minna hér í þennan málaflokk en gerist á hinum Norðuröndunum.Ástæðan er m.a. sú,að hér greiða aldraðir sjálfir stærsta hlutann af ellilífeyrinum eða 60%. Þetta gerist gegnum lífeyrissjóðina. En á hinum Norðurlöndunum verður ríkið sjálft að greiða megnið af  ellilífeyrinum. Þrátt fyrir þetta eru allar greiðslur almannatrygginga til aldraðra miklu lægri hér en á hinum Norðurlöndunum.Þannig er þetta þó hagvöxtur sé miklu meiri hér nú en á  Norðurlöndunum. Ráðherrarnir guma af því á hverjum degi hvað ástandið sé gott hér og sérstaklega í fjármálum ríkissjóðs.Hvenær kemur röðin þá að öldruðum og öryrkjum hjá þessar ríkisstjórn? Rétt er að halda því einnig til haga,að ríkið tekur fulla skatta af lífeyrinum til aldraðra og öryrkja!

 

Björgvin Guðmundsson


Til skammar að hafa ekki leiðrétt lægsta lífeyrinn fyrir löngu!

Á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins segir,að lífeyrir aldraðra,sem búa ekki einir, sé kr.212.776.Og í frumvarpi því sem félagsmálaráðherra var að leggja fyrir alþingi er tilgreind nákvæmlega sama tala; ekki krónu hærri.Hér er átt við þá,sem hafa engar aðrar tekjur en frá TR.Það tók nefndina,sem samdi frumvarpið, 3 ár,að komast að þeirri niðurstöðu,að ekki væri unnt að hækka lífeyri aldraðra um eina krónu. Þessi lífeyrir eigi að vera óbreyttur.Þó er það vitað,að ekki er unnt að lifa af þessum lífeyri.Hann er svo lágur.

Hvernig má það vera,að Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra skuli leggja frumvarpið fyrir alþingi með engri hækkun hjá þeim lægst launuðu.Það er í hennar verkahring að sjá til þess að lífeyrir aldraðra og öryrkja sé það hár,að unnt sé að lifa af honum.Félag eldri borgara í Reykjavík hefur upplýst,að mörg dæmi séu um það,að eldri borgarar hafi hringt til félagsins í lok mánaðar og skýrt frá því,að þeir ættu ekki fyrir mat.Þetta hefur engin áhrif á félagsmálaráðherra. Eftir sem áður sér hún enga ástæðu til þess að hækka lífeyri þeirra sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum.

Það er til skammar,að félagsmálaráðherra skuli ekki fyrir löngu hafa hækkað lægsta lífeyrinn.Nóg er,að kosningaoforðin sem gefin voru eldri borgurum og öryrkjum fyrir síðustu kosningar skuli hafa verið svikin.Þó peningarnir flói út úr fjárhirslum ríkisins hvarflar ekki að ráðherra að lagfæra verstu kjörin.Það eina sem kemst að er að fjalla um kjör þeirra sem hafa greiðslur úr lífeyrissjóði.En þó aðeins sé dregið úr skerðingu lífeyris TR vegna þeirra er  það hvergi nærri nóg. Ég segi: Það á að afnema skerðinguna með öllu.Og það er krafa Félags eldri borgara í Reykjavik.Sjóðfélagar eiga þennan lífeyri og rikið á ekkert með að krukka í hann. Frammistaða félagsmálaráðherra varðandi skerðingu lífeyris TR vegna atvinnutekna er enn verrri. Þar er skerðingin aukin í stað þess að minnka hana.Um leið og ráðherrann hvetur til þess að eldri borgarar vinni meira eftir 67 ára aldur segir hann: Við ætlum að skerða lífeyri ykkar hjá TR meira, ef þið farið út að vinna.Og svo tökum við stóran hlut í skatt. Við hirðum sem sagt mest í skatt og skerðingu.Þannig eru trakteringarnar.Mín vegna má frumvarpið daga uppi.

Björgvin Guðmundsson 


Bloggfærslur 7. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband