Eldri borgarar greiða sjálfir 60 % af ellilífeyrinum!

Ríkið vælir og vænar  hér yfir "miklum" útgjöldum til aldraðra og öryrkja.Rikisstjórnin sér ekki eftir neinum peningum eins mikið og því sem fer til aldraðra og öryrkja.En samt er það svo,að ríkið greiðir miklu minna hér í þennan málaflokk en gerist á hinum Norðuröndunum.Ástæðan er m.a. sú,að hér greiða aldraðir sjálfir stærsta hlutann af ellilífeyrinum eða 60%. Þetta gerist gegnum lífeyrissjóðina. En á hinum Norðurlöndunum verður ríkið sjálft að greiða megnið af  ellilífeyrinum. Þrátt fyrir þetta eru allar greiðslur almannatrygginga til aldraðra miklu lægri hér en á hinum Norðurlöndunum.Þannig er þetta þó hagvöxtur sé miklu meiri hér nú en á  Norðurlöndunum. Ráðherrarnir guma af því á hverjum degi hvað ástandið sé gott hér og sérstaklega í fjármálum ríkissjóðs.Hvenær kemur röðin þá að öldruðum og öryrkjum hjá þessar ríkisstjórn? Rétt er að halda því einnig til haga,að ríkið tekur fulla skatta af lífeyrinum til aldraðra og öryrkja!

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband