Meira samkomulag í 5-flokknum en milli stjórnarflokkanna!

Rætt var um stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar á Sprengisandi í morgun.Stjórnandinn spurði gest þáttarins, Eirík Bergmann stjórnmálafræðing, um það hvers vegna hann teldi,að stjórnarsáttmálinn væri eins almennt orðaður og raun bæri vitni.Eiríkur taldi,  að það væri unnt að túlka flest atriði sáttmálans  á fleiri en einn veg.Eiríkur Bergmann svaraði spurningu stjórnanda Sprengisands með því að segja, að  sennilega hefðu stjórnarflokkarnir þrír ekki komist lengra en þetta  í samningaviðræðum og því flestum miklum ágreiningsmálum verið frestað  í trausti þess að leysa mætti þau síðar.

Ég er sammmála þessari skýringu Eiríks Bergmanns og ef hún er rétt þá hefur verið orðið samkomulag um fleiri atriði í 5-flokknum en eru í stjórnarflokkunum.5-flokkurinn hafði náð samkomulagi um stjórnarskrána,um þjóðaratkvæði um  aðildarviðræður að ESB  og niðurstaða 5-flokksins  um sjávarútvegsmál var miklu nær sjónarmiðum Viðreisnar en það sem stjórnarflokkarnir hafa samþykkt.Með öðrum orðum: 5-flokkurinn var nær því að mynda ríkisstjórn en stjórnarflokkarnir.En hvers vegna var þá mynduð sú stjórn,sem komin er á koppinn? Svarið er: Frændsemi Bjarna og Benedikts.


Kaupmáttur heildartekna öryrkja hækkaði um 1% en kaupmáttur launa fullvinnandi verkafólks hækkaði um 15%!

Samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands jókst kaupmáttur heildartekna öryrkja aðeins um 1% frá 2009 til 2015 en á sama timabili jókst kaupmáttur heildarlauna fullvinnndi launafólks  um 15%.Reikna má með að þetta gildi einnig fyrir aldraða, þar eð útreikningar hafa leitt i ljós að " skerðing" kaupmáttar lífeyris aldraðra miðað við lágmarkslaun er svipuð og hjá öryrkjum (þ.e. kaupmáttur lífeyris aldraðra hefur dregist álíka mikið aftur úr lágmarkslaunum)

Þessar staðreyndir sýna í hnotskurn hvernig stjórnvöld hafa farið með aldraða og öryrkja.Lífeyri þeirra er langtímum saman haldið niðri og óbreyttum á sama tíma og laun stórhækka,Þannig eru lög brotin en samkvæmt þeim á lífeyrir að taka mið af launaþróun.Þetta var sérstaklega gróft 2015 og 2016 en bæði árin var lífeyri haldið óbreyttum langtímum saman enda þótt laun væru að stórhækka og meira 2015 en um langt skeið.2015 voru aldraðir og öryrkjar látnir bíða í 8 mánuði og fram yfir jól,eftir leiðréttingu lífeyris.Og þessi leikur var endurtekinn 2016 en þá voru aldraðir og öryrkjar látnir bíða allt árið eftir leiðréttingu lífeyris og aftur fram yfir jól á sama tíma og verkafólk fékk hækkun á miðju ári og embættismenn,þingmenn og ráðherrar fengu hækkanir oftar en einu sinni á árinu og margfaldar þær hækkanir sem lífeyrisfólk átti að fá seint og um síðir.Þetta eru gróf mannréttindabrot og ítrekuð lögbrot. En engum stjórnmálamanni finnst neitt athugavert við þetta!!

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Bloggfærslur 15. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband