Meira samkomulag í 5-flokknum en milli stjórnarflokkanna!

Rætt var um stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar á Sprengisandi í morgun.Stjórnandinn spurði gest þáttarins, Eirík Bergmann stjórnmálafræðing, um það hvers vegna hann teldi,að stjórnarsáttmálinn væri eins almennt orðaður og raun bæri vitni.Eiríkur taldi,  að það væri unnt að túlka flest atriði sáttmálans  á fleiri en einn veg.Eiríkur Bergmann svaraði spurningu stjórnanda Sprengisands með því að segja, að  sennilega hefðu stjórnarflokkarnir þrír ekki komist lengra en þetta  í samningaviðræðum og því flestum miklum ágreiningsmálum verið frestað  í trausti þess að leysa mætti þau síðar.

Ég er sammmála þessari skýringu Eiríks Bergmanns og ef hún er rétt þá hefur verið orðið samkomulag um fleiri atriði í 5-flokknum en eru í stjórnarflokkunum.5-flokkurinn hafði náð samkomulagi um stjórnarskrána,um þjóðaratkvæði um  aðildarviðræður að ESB  og niðurstaða 5-flokksins  um sjávarútvegsmál var miklu nær sjónarmiðum Viðreisnar en það sem stjórnarflokkarnir hafa samþykkt.Með öðrum orðum: 5-flokkurinn var nær því að mynda ríkisstjórn en stjórnarflokkarnir.En hvers vegna var þá mynduð sú stjórn,sem komin er á koppinn? Svarið er: Frændsemi Bjarna og Benedikts.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband