Eldri borgarar flæmdir af vinnumarkaðnum!

 

 

 

 

Kári Jónasson fyrrum fréttastjóri á RUV er  eftirlaunamaður.Hann er í stóru viðtali á Fréttablaðinu í gær um eftirlaunaaldurinn og afstöðu stjórnvalda til þeirra eldri borgara,sem vilja vera á vinnumarkaðnum eftir að þeir  eru orðnir eftirlaunamenn.Hann segir,að mikið sé talað um það í þjóðfélaginu,að mikið af ungu fólki flytjist til útlanda til þess að fá betri lífskjör ytra.Við þetta tapist mikill mannauður.En á sama tíma séu stjórnvöld að skikka menn á eftirlaunaaldri til þess að hætta að vinna áður en þeir séu tilbúnir til þess.Hann hefur þar í huga ný lög um almannatryggingar, sem tóku gildi um áramót en samkvæmt þeim lækkar frítekjumark vegna atvinnutekna úr 109 þúsund kr á mánuði í 25 þúsund kr á mánuði; eftir frítekjumarkið lækka greiðslur á ellilífeyri um 45%.

Kári fór að vinna sem leiðsögumaður eftir að hann hætti störfum sem  fréttamaður og fréttastjóri. Hann tók nám í starfi leiðsögumanna og hóf síðan störf. Hann hefur haft ánægju  af starfinu.Hann er óánægður með ráðstafnir stjórnvalda sem auka  skerðingu tryggingalífeyris vegna atvinnutekna.

Þessi frásögn Kára er í samræmi við það sem Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður FEB í Rvk segir um aðför stjórnvalda  að eldri borgurum á vinnumarkaði en hún sagði,að  eldri borgarar sem væru leiðsögumenn  erlendra ferðamanna mundu hætta störfum vegna nýrra ráðstafana stjórnvalda.Og það sama sagði hún að gerast mundi með eldri borgara,sem sætu yfir í prófum háskólanna.Þeir mundu einnig hætta störfum.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 


Eldri borgarinn lækkaði um áramót!

 

 

 

Eldri borgari kom að máli við mig og skýrði mér frá því hvað hann  hefði fengið mikla hækkun hjá fráfarandi ríkisstórn nú um áramótin.Hann kvaðst hafa séð, að lífeyrir ætti að hækka um 7,5% um áramótin.En ekki væri hann að fá þá hækkun og enga aðra hækkun um áramót .Hann hefði áður haft 25.061 krónur á mánuði frá almannatryggingum en nú hefði sú upphæð hrapað í 13.386 kr.Það er nálægt 50 % lækkun.   Þrátt fyrir boðaðar hækkanir um áramót fær þessi eldri borgari því enga hækkun,heldur lækkun!  Hann fær greiðslu úr lífeyrissjóði og samanlagðar greiðslur sem hann fær frá lífeyrissjóði og almannatryggingum nema 248 þúsund krónum á mánuði. Eldri borgaranum finnst það lítið eftir allt ævistarfið og skilur ekki hvers vegna ríkið geti óbeint seilst í lífeyrissjóðinn á þann hátt að skerða tryggingalífeyri almannatrygginga vegna þess  að hann hafi greitt í lífeyrissjóð.

  Mikill fjöldi eldri borgara og öryrkja hefur haft samband við mig á nýja árinu til þess að ræða  um  nýju almannatryggingalögin og breytingarnar sem gerðar voru á þeim.Allir áttu þeir von á miklum hækkunum frá áramótum vegna fullyrðinga ráðamanna um að lífeyrir þeirra mundi hækka einhver ósköp frá áramótum en þeir  urðu fyrir miklum vonbrigðum.Þeir fengu ýmist mjög litlar hækkanir eða lækkanir eins og sá eldri borgari,sem hér er fjallað um.  

 

Björgvin Guðmundsson

                                                                                                


Bloggfærslur 8. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband