Lögbann á umfjöllun um fjármál Bjarna Ben.!

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setti lögbann á umfjöllun Stundarinnar um fjármál Bjarna Benediktssonar hjá Glitni banka..Málið hefur vakið mikla athygli enda hefur það ekki gerst áður,að lögbann væri sett á umfjöllun um störf stjórnmálamanna.Margir munu hafa hugsað,að ef til vill stæði Bjarni sjálfur á bak við þetta lögbann en upplýst var, að það hefði verið þrotabú Glitnis sem bað um lögbannið. Loks þegar Bjarni tjáði sig um málið sagi Bjarni ,að lögbannið væri út í hött og lýsti sig alveg andvígan því.

Þetta inngrip sýslumanns í störf frjáls fjölmiðils minnir óneitanlega á einræðisríkin í S-Ameríku og Sovetríkin gömlu. Í öllum þessum ríkjum hafa fjölmiðlar verið bannaðir eða stjórnvöld stýrt því hvað birt væri í þeim.Það er óneitanlega undarlegt,að þrotabú Glitnis skuli krefjast lögbanns á umfjöllun um Bjarna Ben rétt fyrir kosningar.Sérfræðingar telja,að lögbannið haldi ekki og dómstólar muni ekki staðfesta það. Helga Vala Helgadóttir þingframbjóðandi sagði hjá RUV í morgun,að Bjarni Ben gæti óskað eftir því að lögbanninu væri aflétt að því er hann varðaði. Fróðlegt verður að sjá hvort hann geri það.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 18. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband