Vegna mikils hagvaxtar á að stórhækka lífeyri strax!

Fyrir nokkrum dögum var tilkynnt,að hagvöxtur hér hefði verið yfir 7% sl ár.Það er mesti hagvöxtur í Evrópu; miklu meiri  en á öllum hinum Norðurlöndunum en samt eru  framlög almannatrygginga til aldraðra og öryrkja miklu minni hér en á hinum Norðurlöndunum.Hvernig stendur á því?Ég tel,að vegna  mikils hagvaxtar og afgangs á fjárlögum eigi strax að stórhækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum.Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar er meðaltalsneysla einhleypinga í landinu 320 þúsund á mánuði eftir skatt.Lífeyrir á að mínu mati að hækka í þá upphæð strax; það er lágmark til mannsæmandi lífs.Þetta er rífleg hækkun,svipuð og hjá ráðherrum síðasta ár en nær ekki hækkuninni,sem varð hjá þingmönnum.

Það er dæmigert og sýnir viðhorf ráðamanna til aldraðra og öryrkja,að lífeyrir eldri borgara og öryrkja,sem eingöngu hafa lífeyri frá TR, hækkaði ekki nema um rúm 7% um áramótin eða brot af því,sem önnur laun höfðu hækkað.En þessi lífeyrir á að hækka jafnmikið og laun ráðherra og þingmanna og embættismanna ríkisins og með sömu afturvirkni.Í rauninni ætti lífeyrir  aldraðra og öryrkja að hækka miklu meira en önnur laun,þar eð þessum lífeyri hefur lengi verið haldið niðri.Aldraðir og öryrkjar eiga inni miklar hækkanir.

 

Björgvin Guðmundsson


Hundsar þingið og sker niður framlög til vegamála!

 

 

 

Gífurleg óánægja er nú um allt land vegna niðurskurðar Jóns Gunnarssonar ráðherra á framlögum tií vegamála.Jón Gunnarsson hundsar þingið og sker niður framkvæmdir sem samþykktar höfðu verið einróma með samgönguáætlun haustið 2016.Óánægjan er svo mikil,að vegum hefur verið lokað í mótmælaskyni.Síðasta föstudag ræddi ríkisstjórnin málið og lét svo sem hún ætlaði að auka eitthvað framlög til vegamála á ný en það var allt mjög loðið og óákveðið.

Fjögurra ára samgönguáætlun var samþykkt á þinginu haustið 2016 mótatkvæðalaust. Með nýrri samgönguáætlun ásamt fjölda breytingartillagna átti að verja um það bil 100 milljörðum  í samgöngur á næstu fjórum árum. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þá þingmaður Samfylkingarinnar sagði fyrstu framlagningu samgönguáætlunar hafa verið rýra í roðinu: „Þess vegna komu fram fjölmargar breytingartillögur og viðaukatillögur sem góðu heilli voru flestar samþykktar.Ekki síst það sem kom inn á síðustu metrunum, ríflega milljarður til viðhalds vega, héraðs- og tengivega.“ .

Fjöldi samgöngubóta í norðvesturkjördæmi

 

Ólína fagnaði þeim fjölda framkvæmda sem ráðast átti í  í norðvesturkjördæmi og nefndi Dýrafjarðargöng, bætur á vegi að Látrabjargi og í Árneshrepp á Ströndum og um Skógarströnd á norðanverðu Snæfellsnesi. Einnig er á samgönguáætluninni bættur vegur um Gufudalssveit. Sérstaklega fagnaði Ólína samþykkt breytingartillögu hennar um að veita fé til undirbúnings jarðganga milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar.

Samgönguinnviðir geti kiknað

 

Það er gríðarlega mikið álag á samgönguinnviði okkar, ekki síst vegna  mikillar fjölgunar ferðamanna á síðustu árum, og við verðum að gefa í ef við ætlum að halda í við þá þróun. Samanburðarlönd verja fjórum sinnum meiru en Íslendingar í samgöngumál.Þar er hagvöxtur sáralítill!

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 12. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband