Hundsar þingið og sker niður framlög til vegamála!

 

 

 

Gífurleg óánægja er nú um allt land vegna niðurskurðar Jóns Gunnarssonar ráðherra á framlögum tií vegamála.Jón Gunnarsson hundsar þingið og sker niður framkvæmdir sem samþykktar höfðu verið einróma með samgönguáætlun haustið 2016.Óánægjan er svo mikil,að vegum hefur verið lokað í mótmælaskyni.Síðasta föstudag ræddi ríkisstjórnin málið og lét svo sem hún ætlaði að auka eitthvað framlög til vegamála á ný en það var allt mjög loðið og óákveðið.

Fjögurra ára samgönguáætlun var samþykkt á þinginu haustið 2016 mótatkvæðalaust. Með nýrri samgönguáætlun ásamt fjölda breytingartillagna átti að verja um það bil 100 milljörðum  í samgöngur á næstu fjórum árum. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þá þingmaður Samfylkingarinnar sagði fyrstu framlagningu samgönguáætlunar hafa verið rýra í roðinu: „Þess vegna komu fram fjölmargar breytingartillögur og viðaukatillögur sem góðu heilli voru flestar samþykktar.Ekki síst það sem kom inn á síðustu metrunum, ríflega milljarður til viðhalds vega, héraðs- og tengivega.“ .

Fjöldi samgöngubóta í norðvesturkjördæmi

 

Ólína fagnaði þeim fjölda framkvæmda sem ráðast átti í  í norðvesturkjördæmi og nefndi Dýrafjarðargöng, bætur á vegi að Látrabjargi og í Árneshrepp á Ströndum og um Skógarströnd á norðanverðu Snæfellsnesi. Einnig er á samgönguáætluninni bættur vegur um Gufudalssveit. Sérstaklega fagnaði Ólína samþykkt breytingartillögu hennar um að veita fé til undirbúnings jarðganga milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar.

Samgönguinnviðir geti kiknað

 

Það er gríðarlega mikið álag á samgönguinnviði okkar, ekki síst vegna  mikillar fjölgunar ferðamanna á síðustu árum, og við verðum að gefa í ef við ætlum að halda í við þá þróun. Samanburðarlönd verja fjórum sinnum meiru en Íslendingar í samgöngumál.Þar er hagvöxtur sáralítill!

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband