Sjálfstæðisflokkurinn næði ekki meirihluta í Rvk.!

 

 

Eitt dagblaðið í Reykjavík sló því upp í 5 dálka forsíðufyrirsögn í gær,að Sjálfstæðisflokkurinn væri í yfirburðastöðu í Reykjavík.Blaðið byggði á því,að flokkurinn hafði mælst stærstur í skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins,með 34,2% atkvæða.Ekki er ég sammála þessu mati blaðsins.Það eina sem skiptir hér verulegu máli eru líkur Sjálfstæðisflokksins á því að ná meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, flokkurinn einn eða í samstarfi við aðra.Slíkir möguleikar eru ekki í sjónmáli. Meirihlutinn  heldur velli í Rvk í skoðanakönnun blaðsins..Flokkar meirihlutans fá fylgi í könnuninni sem hér segir: Samfylkingin 13,7%,VG 17,8%,Piratar 12,4%  og Björt framtíð  2,7%.Auk þess fékk Flokkur fólksins 7,1% og Framsókn 3%. –Ef staða Sjálfstæðisflokksins er góð í Reykjavík er engin þörf á því fyrir flokkinn að skipta um leiðtoga.Það má þá líta svo á,að leiðtoginn hafi staðið sig vel.Auk þess má taka fram,að alltof langt er til kosninga til þess að skoðanakönnun í dag geti talist marktæk.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 


Hækka á lífeyri um a.m.k. 40 þúsund kr á mánuði!

 

Ég hef skrifað um það,að fyrsta verk alþingis þegar það kemur saman 12.september eigi að vera að leiðrétta kjör aldraðra og 0ryrkja.Kjörin eru svo slæm í dag,að ekki er unnt að lifa af þeim.

Hvað er hæfilegt að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja mikið í september sem áfangahækkun?Lágmarkshækkun að mínu mati er 40 þúsund kr hækkun lífeyris á mánuði eftir skatt.Lífeyrir mundi þá hækka í 237 þúsund krónur á mánuði eftir skatt hjá þeim,sem eru í hjónbandi eða sambúð. Einhleypir mundu hækka í 268.734 krónur á mánuði eftir skatt.Jafnframt hækkun lifeyris tel ég að leiðrétta eigi frítekjumark vegna atvinnutekna til fyrra horfs,þ.e. í 109 þúsund krónur á mánuði,eins og frítekjumarkið var fyrir 1.janúar 2017.

Til samanburðar má geta þess að laun þingmanna hækkuðu um 338.254 2016 eða um 45%.Laun þingmanna hækkuðu þá úr 762.940 kr á mánuði í 1.1o1.194 kr á mánuði.Það er fyrir utan aukagreiðslur. Laun ráðherra hækkuu þá í 1.826.273 kr. á mánuði og laun forsætisráherra hækkuðu í rúmar 2 millj. Kr. á mánuði.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 30. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband