Hækka á lífeyri um a.m.k. 40 þúsund kr á mánuði!

 

Ég hef skrifað um það,að fyrsta verk alþingis þegar það kemur saman 12.september eigi að vera að leiðrétta kjör aldraðra og 0ryrkja.Kjörin eru svo slæm í dag,að ekki er unnt að lifa af þeim.

Hvað er hæfilegt að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja mikið í september sem áfangahækkun?Lágmarkshækkun að mínu mati er 40 þúsund kr hækkun lífeyris á mánuði eftir skatt.Lífeyrir mundi þá hækka í 237 þúsund krónur á mánuði eftir skatt hjá þeim,sem eru í hjónbandi eða sambúð. Einhleypir mundu hækka í 268.734 krónur á mánuði eftir skatt.Jafnframt hækkun lifeyris tel ég að leiðrétta eigi frítekjumark vegna atvinnutekna til fyrra horfs,þ.e. í 109 þúsund krónur á mánuði,eins og frítekjumarkið var fyrir 1.janúar 2017.

Til samanburðar má geta þess að laun þingmanna hækkuðu um 338.254 2016 eða um 45%.Laun þingmanna hækkuðu þá úr 762.940 kr á mánuði í 1.1o1.194 kr á mánuði.Það er fyrir utan aukagreiðslur. Laun ráðherra hækkuu þá í 1.826.273 kr. á mánuði og laun forsætisráherra hækkuðu í rúmar 2 millj. Kr. á mánuði.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrir það fyrsta, ég er algjörlega sammála þér þarna.  Málið er að mér finnst frekar vera HÓGVÆR í kröfugerðinni.  Því þeir ættu í leiðinni að HÆKKA persónuafsláttinn í samræmi við neysluverðsvísitöluna, eins og hún hefur þróast frá upphafi hans og ekki nóg með það ÞAÐ ÆTTI AÐ BINDA ÞAÐ Í LÖG AÐ PERSÓNUAFSLÁTTURINN FYLGI EFTIRLEIÐIS NEYSLUVERÐSVÍSITÖLUNNI.  Mér fannst alveg forkastanlegt að horfa á Félagsmálaráðherra segja, í Kastljósi að persónuafslátturinn hefði ekki hækkað vegna þess að sú hækkun hefði líka komið þeim tekjuhærri til góða og svo væri persónuafslátturinn mjög flókið fyrirbæri.  Og stjórnandi þáttarins gapti bara framan í ráðherrann og spurði hann ekkert um að útskýra þessi ummæli nánar.  Er ekki lágmark að þáttastjórnendur hafi einhverja hugmynd um það efni sem á að taka fyrir í viðkomandi þætti? Og ef þeir þekkja það ekki þá eiga þeir að afla sér þeirra þekkingar.

Jóhann Elíasson, 30.8.2017 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband