Breskur sjóður fjárfestir í Verne Holding.Kemur í stað Novator

Stjórnarformaður Verne Holdings kynnti í morgun nýjan, stóran fjárfesti í fyrirtækinu á fundi iðnaðarnefndar Alþingis. Nefndin fjallar um frumvarp ríkisstjórnarinnar um heimild til samninga við Verne Holdings um byggingu gagnavers í Reykjanesbæ.

Hinn nýi fjárfestir er breskur sjóður, Welcome Trust, sem flokkaður er sem góðgerðarsjóður, að sögn formanns iðnaðarnefndar. Þessi sjóður mun standa að mestu eða öllu leyti straum af byggingu gagnaversins, en Novator, fyrirtæki Björgólfs Thors Björgólfssonar, verði lítill hluthafi í Verne Holdings, fari jafnvel alveg út úr fyrirtækinu. Frumvarpið fer nú til umsagnar og verður tekið aftur fyrir hjá nefndinni um mánaðamót.(ruv.is)

Það er gott að fengist hefur nýr fjárfestir til þess að leggja fé í Verne Holding. Novator verður lítill fjárfestir í Verne. Margir munu fagna því.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband