Samfylkingin fagnar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis

Samfylkingin fagnar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem væntanleg er á mánudaginn enda var hún gerð að áeggjan  jafnaðarmanna. Skýrslan er hluti af nauðsynlegu uppgjöri við afleiðingar þeirrar fyrirhyggjulausu frjálshyggju í bland við sérhagsmunastjórnmál sem réði lögum og lofum hér á landi áratugum saman og birtist í þjóðfélagstilraun Hannesar Hólmsteins og Davíðs Oddssonar sem lauk með hörmulegum hætti i október 2008.  Útkoma skýrslunnar er ekki aðeins að tilefni til að gera upp einkavinavæðingu og samkrull stjórnmála og viðskipta, heldur einnig tilefni til að rifja upp grunngildi jafnaðarstefnunnar, viðhorf  jafnaðarmanna til mismunandi hlutverka stjórnmálanna, markaðarins og velferðarkerfisins. Átökin um söguskoðunina (sbr. endurritunina í Hádegismóunum) eru um leið átök milli grunngilda jafnaðarstefnunnar annars vegar og hefðbundinnar valda- og hagsmunapólitíkur hins vegar.Fullkomnar upplýsingar um það sem gerðist síðustu mánuðina fyrir hrun eru nauðsynlegar til að greina hvað hefði mátt gera betur og hvað fór úrskeiðis. Mikilvægast af öllu er þó að greina sjálfar rætur hrunsins - hvernig kerfið sem hrundi varð til – svo tryggja megi að sagan endurtaki sig ekki. Öllum er ljóst að rætur bankahrunsins verða ekki skildar til fullnustu án ítarlegrar rannsóknar á því hvernig einkavæðing bankanna gat af sér ofvaxið og áhættusækið fjármálakerfi sem einkenndist af krosseignatengslum, lánum til tengdra aðila og risablokkum sem teygðu anga sína bæði inn í stjórnmál og stjórnsýslu og tóku í raun völdin af pólitíkinni. Það er nær einróma niðurstaða þeirra sem fjallað hafa um hrunið í október 2008 að ræturnar megi rekja allt aftur til þess hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna upp úr aldamótum.Í ljósi þessa verður fróðlegt að sjá hvernig einkavæðingu bankanna verður gerð skil í rannsóknarskýrslunni og gott til þess að vita að forsætisráðherra hefur þegar ákveðið að ef ekki verði farið ítarlega í saumana á einkavæðingunni muni hún beita sér fyrir sérstakri rannsókn á einkavæðingu bankanna. 

Þótt skýrslan muni eflaust benda á ýmsar brotalamir í stjórnsýslu, stjórnmálum og gangvirki samfélagsins þá hefur ríkisstjórnin ekki setið auðum höndum því róttækar breytingar hafa verið gerðar frá fyrsta degi ríkisstjórna Jóhönnu Sigurðardóttur. Frá febrúar 2009 hefur verið unnið markvisst að endurbótum á lagaumhverfi og vinnubrögðum í gangvirki samfélagsins, hvort sem litið er til ráðuneyta, eftirlitsstofnana, fyrirtækja, fjármálastofnana, fjölmiðla, stjórnmálaflokka eða stjórnskipunarinnar.(Heimasíða Samfylkingarinnar)

Björgvin Guðmundsson  
No virus found in this incoming message.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband