Steingrímur J.vill aðskilja faglega og pólitíska vinnu ráðuneyta

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir vinnu starfshóps forsætisráðherra afar gagnlega. Nauðsynlegt sé að aðskilja pólitískan og faglegan hluta ráðuneyta.

Skýrsla starfshóps forsætisráðherra um viðbrögð við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis tiltekur margt sem er ábótavant í stjórnsýslunni. Meðal annars sé hún faglega veik vegna pólitískra ráðninga og of lítilla eininga og að verklagsreglur innan ríkisstjórna séu ekki nógu skýrar.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að sumar af þeim ábendingum sem séu í skýrslunni séu þegar komnar í framkvæmd. Hann telur að meiri skil verði að vera milli faglegra ráðninga og pólitískra aðstoðarmanna. Valnefndir, eins og bankasýslan skipaði til að velja í bankaráð, sé góður kostur. Núna liggi fyrir Alþingi að geðþóttavald verði tekið af dómsmálaráðherra til að skipa dómarar og færa það inn í faglega valnefnd.

Steingrímur segir að farið verði í að skoða hvað sé þegar komið í framkvæmd af ábendingunum. Meðal annars ræði fjármálaráðuneytið þessi mál við samtök opinberra starfsmanna og forstöðumanna ríkisstofnana. ,,Við munum hefjast handa við þetta eins og svo margt annað sem þarf að gera. Þannig að þetta verður samferða öðru hér á næstu vikum og mánuðum; að koma þessum hlutum í farveg,“ segir Steingrímur.(ruv.is)

Þegar ákveðið var að ráðherrar gætu valið sér pólitíska aðstoðarmenn  var það gert til þess að ráðherrar væru ekki að nota embættisnenn ráðuneyta í pólitískt snatt.Þessi breyting var til bóta en sumir ráðherrar misskildu þessa breytingu og réðu embættismenn sem aðstoðarmenn.Aðalatriðið er að skipaðir embættismenn í ráðuneytum eiga að halda sig við fagleg störf.Ráðherrar og aðstoðarmenn þeirra eiga að annast pólitíkina.Ef til vill þarf að heimila ráðherrum að ráða fleiri pólitíska aðstoðarmenn.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

     


    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband